Keppnir

Keppni þessi er elsta keppni félagsins og hefur verið haldinn á vorin, fyrst við Ægissíðu, - svo var hún flutt að Bessastöðum og var kennd við þann stað í fimm ár, en nú hefur hún verið flutt í þriðja sinn og er haldinn við Geldinganesið. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10km, og styttri c.a. 3Km, hentar vel þeim sem eru að byrja í sportinu. Umsjón: Keppnisnefnd
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að róið er réttsælis umhverfis geldinganesið og þaðan róinn u.þ.b.3km hringur, annaðhvort út fyrir hólmann í Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka en sá leggur er um leið styttri brautin í keppninni.

Þessi keppni tók við af Hvammsvíkurmaraþoni 2013. Hugmyndin er að með styttri vegalengd sjái fleiri þátttakendur sér fært að taka þátt.Róið er á milli Nauthólsvíkur og Geldinganess (eða öfugt eftir veðri) um 22 km og róin í tveimur áföngum.

Rói er frá aðstöðu Kayakhallarinnar að Skeljanesi inn í botn Nauthólsvíkur og til baka sem eru um 5 km. Keppt verður í tveimur flokkum, keppnisflokki og ferðabátaflokki.
Keppni þessi er upplögð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í róðri þar sem brautin er stutt og liggur hún meðfram landi allann tímann. Þessir þættir gera það að verkum að hún er byrjendavæn sem og þá ætti hún að vera einstaklega áhorfendavæna.

Haustródeó (áður nefnt Þjórsárródeó) er haldið á haustin um svipað leyti og Hvammsvíkurmaraþonið, þ.e. í byrjun september. Síðustu ár hefur keppnisnefnd valið staðsetningu út frá hentugleika. Áður fór ródeóið að jafnaði fram íí holu sem er rétt fyrir neðan gömlu brúna við Þjórsártún. Keppnin var mjög háð vatnsmagni í Þjórsá og þurftu stundum að færa ródeóið annað ef aðstæður krefjast þess.

Kappróðurinn er haldinn á tungufljótinu fyrir ofan brúna yfir fljótið sem er á veginum rétt eftir að maður keyrir framhjá Geysi. Hingað til hefur verið keppt í svokölluðu slalom þ.e. svigi milli hliða sem hengd eru yfir ána. En til stendur að breyta þessu í riðlakeppni þar sem þrír eða fleiri ræðarar eru ræstir í einu og sá sem skilar sér fyrstur niður að brú vinnur riðilinn. síðan er endað á úrslita riðli sem raðar í sæti.

Elliðaárródeo fer fram í holunni fyrir neðan rafstöðina á síðasta starfsdegi virkjunarinnar á vorin. Ýmsar blikur eru á lofti varðandi rétt kayakmanna til kayakróðurs í ánum og ljóst að vel verður að halda á okkar málum til að við missum ekki þann rétt sem við teljum okkur hafa til þess.

Hvammsvíkurmaraþonið er fastur liður í september ár hvert og og er haldið af Pétri í Hvammsvík. Maraþonið er lengsta og mest krefjandi keppni ársins, 40 km. og ráða úrslitin í  því  hvernig röðin í keppni til íslandsmeistara verður ef fleiri en einn keppandi er með sama stigafjölda fyrir maraþonið. það er því stundum mikil spenna í loftinu fyrir þessa keppni. Venjulega er róið frá Geldinganesinu upp í Hvammsvík í kjós, en mótshaldarar geta þó snúið henni við ef aðstæður krefjast þess. Eftir keppnina býður kayakbúðin svo öllum í heljarins grillveislu.

Keppnin er róin í þremur áföngum, 14,7 km, 13,5 km og 11,8 km  með tveimur skyldustoppum,  5min hvort. Fyrra stoppið er í sandfjörunni fyrir neðan svínabúið við Brautarholt, og seinna stopp er á Hvalfjarðareyri. Keppt er í karla og kvennaflokki og einnig hefur verið prófað að bjóða uppá liðakeppni við misjafnar undirtektir.

Í júlí er haldin 10km keppni í umsjón siglingaklúbbsins Sæfara á Ísafirði. 3 km róður er nokkurskonar skemmtiróður, þar sem keppt er í karla- og kvennaflokkum. 10km róður gefur stig til Íslandsmeistara og er keppt í þremur aldursflokkum karla og kvenna. Hérna þurfa ræðarar að takast á við sterka strauma svipað og í Bessastaðabikarnum.

Bessastaðabikarinn var endurvakinn 2006 eftir að kayaklúbburinn Sviði var  stofnaður á Álftanesi. Keppnin er haldin um miðjan júní, og er róinn c.a. 12km hringur frá vestanverðu nesinu, inn og út úr skógtjörn þar sem keppendur verða að takast á við sterka strauma, og sem leið liggur útfyrir nes, inn í Lambhúsatjörn og inn í litla vík fyrir neðan Bessastaðakirkju. Verðlaunaafhending fer svo fram á tröppum kirkjunnar og Forsetinn fenginn til að koma að því ef hann er viðlátinn, en hann er okkur mjög velviljaður.

Ýmsar keppnir sem reyna á tækni og færni ræðara.  Þrautir, tækni og veltur.