Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með öllum keppnum sem haldnar eru í nafni klúbbsins. Sjá um  verðlaun. Safna saman úrslitum og lista yfir keppendur. Móta reglur um þátttökugjald (eiga utanfélagsmenn að greiða það sama og félagsmenn) og hverjir hafa keppnisrétt og lámarks öryggiskröfur. Nefndin skili skýrslu til stjórnar fyrir aðalfund.

Engin keppnisnefnd starfrækt árið 2023

Keppnisnefnd 2018

Ágúst Ingi Sigurðsson (ingisig<hja>gmail.com)
Helga B. Haraldsdóttir (helga.bokkin<hja>gmail.com)
Þorbergur Kjartansson (thorbergurk<hja>internet.is)

 

Keppnisnefnd 2017

Eymundur Ingimundarson formaður
Helga B. Haraldsdóttir
Ágúst Ingi Sigurðsson
Þorbergur Kjartansson

Keppnisnefnd 2016

Eymundur Ingimundarson formaður

Keppnisnefnd 2015

Egill Þorsteinsson, formaður
Eymundur Ingimundarson
Helga B. Haraldsdóttir
Bernard Kristinn

Keppnisnefnd 2014

Egill Þorsteinsson, formaður
Eymundur Ingimundarson
Guðrún Jónsdóttir
Gunnar Svanberg

 

Keppnisnefnd 2013

Egill Þorsteinsson, formaður
Klara Bjartmarz
Össur Imsland

  

Keppnisnefnd 2012

Egill Þorsteinsson, formaður
Klara Bjartmarz
Pétur Gíslason
Össur Imsland

  

Keppnisnefnd 2011

Rúnar Pálmason, formaður
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson

 

 Keppnisnefnd 2010

Rúnar Pálmason, formaður
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson
Anna Lára Steingrímsdóttir
Stefán Karl Sævarsson

 

Keppnisnefnd 2009

Rúnar Pálmason, formaður
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson
Anna Lára Steingrímsdóttir
Stefán Karl Sævarsson

 

Keppnisnefnd 2008

Rúnar Pálmason, formaður
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson
Anna Lára Steingrímsdóttir

 

Keppnisnefnd 2007

Bragi Þorsteinsson, formaður
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson
Anna Lára Steingrímsdóttir
Jón Skírnir Ágústsson

  

Keppnisnefnd 2006

Bragi Þorsteinsson, formaður
Sigurjón Þórðarson
Guðmundur Vigfússon
Pétur Gíslason
Haraldur Njálsson

 

 

Keppnisnefnd er ekki starfandi 2023

Keppnisnefnd er ekki starfandi 2022 

 

Aukafundur í keppnisnefnd, júní 2010

 

Tryggvi Tryggvason í Sviða tilkynnti fyrir helgi að hann myndi ekki halda Bessastaðabikarinn. Rætt um möguleika á að keppnisnefnd tæki að sér keppnishald en ákveðið að af því yrði ekki. Keppnishald í Bessastaðabikarnum er alfarið á ábyrgð Sviða, líkt og sprettkeppnin er á ábyrgð Kaj og Suðureyrakeppnin er í höndum Sæfara.

 

Rætt var um áform Ólafs B. Einarssonar að keppa á svokölluðu surf-ski sem er sit-on-top kayak. Ákveðið var að stæðist surf-skíðið keppnisreglur Kayakklúbbins, sérstaklega reglu nr. 11, er hann gjaldgengur í keppninni. Sett er það bráðabirgðaákvæði að keppandi á sit-on-top bátum þurfi ekki svuntu, að því gefnu að hann klæðist galla sem ver hann gegn kulda.

 

 

Skýrsla keppnisnefndar fyrir árið 2009

Straumkayak

Keppnistímabilið hjá straumkayakmönnum og –konum fór afar vel af stað þegar níu keppendur mættu í Elliðaárródeóið 30. apríl. Aðstæður voru ágætar og dómgæslan var í öruggum höndum Þorsteins Guðmundssonar (Steina X).

Mikil stemning myndaðist síðan í kringum Tungufljótskappróðurinn sem haldinn var 27. júní. Guðmundur Jón Björgvinsson tók að sér mótshald og fórst það vel úr hendi. Alls mættu 16 keppendur og kappreru í rjómablíðu. Keppnisnefnd mun óska eftir því að Guðmundur taki keppnina aftur að sér enda reynslan af því góð.

Heldur hafði dregið úr keppnisskapi straumkayakmanna að hausti en fimm keppendur mættu í Haustródeóið í Tungufljóti 5. september. Keppnin tókst engu að síður vel.

Straumkayakkeppnir voru mun betur sóttar árið 2009 en árið 2008 og er það vonandi til marks um aukinn áhuga á þeim. Í karlaflokki náðu alls 18 karlar sér í stig en tvær konur kepptu í straumkayakkeppnum sumarsins.

Karlaflokkur

Ragnar Karl Gústafssson varð Íslandsmeistari með 260 stig af 300 mögulegum.

Haraldur Njálsson var í 2. sæti með 205 stig.

Kristján Sveinsson var í 3. sæti með 145 stig.

Kvennaflokkur

Heiða Jónsdóttir varð Íslandsmeistari með 280 stig af 300 mögulegum.

Anna Lára Steingrímsdóttir varð í 2. sæti með 100 stig.

 

Sjókayak

Keppnistímabilið hófst með látum 2. maí þegar 23 keppendur voru ræstir í Reykjavíkurbikarnum en til samanburðar voru keppendur 14 árið áður. Um leið og keppt var um bikarinn var haldin Vorhátíð Kayakklúbbins en við það tilefni var nýr pallur fyrir framan gámabyggðina í Geldinganesi tekinn formlega í notkun og haldin var björgunaræfing með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Sprettkeppni var haldin af Kajakklúbbinn Kaj og var hún liður í sjókayakmótinu Agli Rauða. Keppendur voru 24, þar af sex konur.

Kayakklúbburinn Sviði hélt Bessastaðabikarinn og mættu níu keppendur til leiks.

Á Suðureyri stóðu Sæfaramenn fyrir 10 km róðri í tengslum við Sæludaga á Suðureyri. Ellefu keppendur tóku þátt, þar af voru fimm konur.

Sjö keppendur reru alla keppnisvegalengdina í Hvammvíkurmaraþoninu, frá Geldinganesi og inn í Hvammsvík. Sveitakeppnin var endurvakin og skráðu þrír sig til leiks í henni þannig að alls voru keppendur tíu. Pétur B. Gíslason var mótstjóri að venju.

Talsvert betri þátttaka var í sjókayakkeppnum sumarið 2009 en sumarið 2008. Í karlaflokki fengu 37 keppendur stig en þeir voru 27 árið 2008. Þá fengu tólf konur stig í stigakeppninni en þær voru einungis þrjár árið áður. Keppnisnefnd stefnir að sjálfsögðu að því að stuðla að enn betri þátttöku í keppnum árið 2010. Allar hugmyndir og tillögur um hvernig megi auka áhugann eru vel þegnar.

Karlaflokkur

Íslandsmeistari varð Ólafur B. Einarsson en hann hlaut samtals 480 stig af 500 mögulegum. (300 þegar tekið er mið af besta árangri í þremur keppnum. 100 stig fást fyrir sigur).

Í 2. sæti var Hilmar Erlingsson með samtals 300 stig. (240 í þremur bestu keppnum).

Í 3. sæti var Haraldur Njálsson með 180 stig.

Kvennaflokkur

Heiða Jónsdóttir varð Íslandsmeistari með 180 stig.

Helga Einarsdóttir og Shawna M. Franklin voru jafnar í 2.-3. sæti.

 

Skýrsla keppnisnefndar fyrir árið 2008

Sjókayak

 

Ágæt þátttaka var í sjókayakkeppnum sumarsins í karlaflokki en konur sýndu keppnum minni áhuga. Einungis þrjár konur kepptu í sjókayakróðri og hver og ein tók aðeins þátt í einni keppni. Áhuginn var mun meiri í karlaflokki. Að meðaltali tóku 10 karlar þátt í hverri keppni og alls náðu 27 karlar sér í stig.

 

Það væri augljóslega skemmtilegra ef fleiri tækju þátt og það bíður keppnisnefndar, í samvinnu við aðrar nefndir klúbbsins, að vinna að því að auka þátttökuna næsta sumar.

 

Keppnisnefnd heldur eina keppni, Reykjavíkurbikarinn, en aðrar keppnir eru í höndum mótshaldara á hverjum stað. Sprettróðurinn á Norðfirði var skipulagður af kayakklúbbnum Kaj, Bessastaðabikarinn var í höndum kayakklúbbsins Sviða á Álftanesi og 10 kílómetra róðurinn á Sæluhelgi á Suðureyri var skipulagður af Sæfara á Ísafirði. Loks var Hvammsvíkurmaraþonið í höndum Péturs B. Gíslasonar í Hvammsvík.

 

Bessastaðabikarinn gaf í ár stig til Íslandsmeistara og svo mun verða áfram.

 

Reglur um stigagjöf eru þannig að árangur í þremur keppnum ræður úrslitum. Ef keppendur eru jafnir þegar stigin í þeim þremur keppnum sem þeir ná bestum árangri í hafa verið talin saman er árangur í Hvammvíkurmaraþoni látinn ráða.

 

Nú þegar staðan er sú að fimm keppnir á sjókayak gefa stig í Íslandsmeistarakeppninni þarf að taka til athugunar hvort rétt sé að láta fleiri keppnir í sjókayak gilda til lokastigagjafar en ekki aðeins þrjár bestu eins og nú er.

 

Meðal þess sem mælir með að láta fleiri keppnir gilda til lokastigagjafar er slíkt fyrirkomulag hvetur til meiri þátttöku í keppnum. Mótrökin gætu verið þau að úrslitin munu ekki endurspegla hvaða ræðarar eru í raun og veru bestir.

 

Aðalfundur 2009 þarf að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að láta fjórar af fimm keppnum sumarsins gilda til stiga eða hvort e.t.v. eigi að láta allar keppnir gilda til stiga.

 

Úrslit í keppni til Íslandsmeistara á sjókayak voru sem hér segir:

 

Íslandsmeistari karla á sjókayak 2008

1. sæti Ólafur Einarsson

2. sæti Örlygur Steinn Sigurjónsson

3. sæti Ásgeir Páll Gústafsson

 

Íslandsmeistari kvenna á sjókayak 2008*

1. sæti Elín Marta Eiríksdóttir

2. sæti Rita Hvönn Traustadóttir

 

Straumkayak

 

Áhugi á straumkayakkeppnum var lítill í sumar. Í fyrstu keppni sumarsins voru t.a.m. einungis tveir keppendur. Þátttakan var eilítið betri í seinni keppnum sumarsins en þó ekki mikið. Það er brýnt verkefni fyrir keppnisnefndina að auka áhuga á straumkayakkeppnum. Nokkur lægð virðist hafa verið í straumkayakróðri, a.m.k. á vettvangi klúbbsins, í sumar. Aukin ástundun leiðir yfirleitt til meiri keppnisskaps. Keppnisnefnd óskar eftir ábendingum um hvernig hægt sé að stuðla að auknum áhuga.

 

Íslandsmeistari karla á straumkayak 2008

1. sæti Stefán Karl Sævarsson

2.-3. sæti Jón Heiðar Rúnarsson

2.-3. sæti Haraldur Njálsson

 

Íslandsmeistari kvenna á straumkayak 2008

1. sæti Tinna Sigurðardóttir

2. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir

3. sæti Elín Marta Eiríksdóttir

 

 

 

Haldinn var fundur í keppnisnefnd þann 5. mars 2007 í Perlunni og eftirfarandi fór þar fram:

 

  1. Rætt um verðlaunamál en þau voru nokkuð laus í reipunum á síðasta ári og þörf á að gera

    bragarbót á. Hægt er að kaupa verðlaun og láta grafa texta á þau strax í upphafi sumars og óþarfi að draga það til síðasta dags fyrir hverja keppni þar sem mótaskrá liggur fyrir.

    Veita skal verðlaunapening eða lítinn bikar með öllum farandgripum svo að viðkomandi geti grobbað sig af afrekinu á elliheimiliinu í framtíðinni, og gengið skal fast eftir því að farandgripum sé skilað með góðum fyrirvara fyrir mót.

  2. Dagsetningar fyrir öll mót liggja fyrir með fyrirvara um samþykki ferða og fræðslunefndar

    og að öllu jöfnu er varadagur fyrir mót, ef fresta þarf vegna veðurs, næsti dagur (oftast Sunnudagur).

  3. Tekin fyrir beiðni Sviða um að bessastaðabikar gildi til íslandsmeistara og eftir miklar og langar rökræður ákveðið að það verði á næsta ári og um leið skoðað hvort þurfi að breyta stigagjöf til íslandsmeistara um leið, þ.e. Hvort áfram gildi árangur í þremur bestu mótum viðkomandi eða jafnvel fjórum. Um þetta þarf að ríkja sátt og hafa þarf samráð við alla sem koma að þessu máli þ.e. Sviða og sæfaramenn. Áhrif þessa eru ekki alveg augljós og hafa sumir áhyggjur af því að aðsókn að keppninni fyrir vestan kynni að dvína í kjölfarið, en um leið myndi það auðvelda ísfirðingum að safna stigum til íslandsmeistara ef áfram gildir árangur í þremur bestu keppnum.

  4. Keppnisreglur og öryggismál.(tillögur)

    Allir keppendur í öllum keppnum skulu klæðast björgunarvesti með flautu, og svuntu.

    Allir keppendur skulu hafa blys meðferðis og mótshaldarar verða að sjá til þess að allir

    hafi aðgang að þeim á mótsstað annaðhvort gefins eða til sölu á sanngjörnu verði.

    Óheimilt er að róa framhjá ræðara sem lent hefur í sjónum nema að tryggt sé að hjálp sé á næsta leiti og björgunarmenn viti örugglega af viðkomandi í sjónum.

    Keppendum er óheimilt róa í kjölfari báta sem ekki eru í keppni eða þiggja aðstoð frá þeim.

    Keppandi sem verður uppvís að brotum á reglum þessum verður vísað úr keppni og fær ekki stig til íslandsmeistara, aðrir keppendur færast upp um sæti sem því nemur.

 

 

Skilgreining á sjókayak

 

 

Skilgreining á sjókayak er eftirfarandi: Tvö skilrúm og vatnsheld hólf beggja megin mannops og lúgur á þeim báðum.

Dekklínur bæði framan og aftanvið mannop og handföng fyrir fólk í sjó að halda í bæði að framan og aftan.Lengd, breidd og þyngd skiptir ekki máli.

 

Straumvatn

 

Næst voru tekin fyrir keppnismál á straumkayak, en þar eru mjög skiptar skoðanir um framkvæmd móta og dómgæslu í rodeo keppnum.

Endaði með því að Önnu Láru var falið að finna gamlar reglur sem eiga að vera til um þessi mál, dusta af þeim rykið,bæta og laga það sem þarf, leggja svo fyrir þá sem málið varðar og birta svo á heimasíðunni svo að allir viti að hverju þeir ganga í þessum efnum.

 

Dagsetningar

 

 

Eftirfarandi dagsetningar hafa verið settar niður fyrir mót sumarsins, ferða og fræðslunefnd fara svo yfir sín mál og við samræmum þetta svo í sameiningu.

 

27 apríl Elliðaárródeo

28 Apríl Reykjavíkurbikar

27 Mai Sprettróður í stykkishólmi

9 júni Bessastaðabikar

30 júní Tungufljót flúðakappróður

14 júlí ísafjörður 10km

1 Sept. Marathon og haustródeo.

 

Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á keppnisfyrirkomulagi í sjókayakkeppnum sumarsins en í strumnum verður tungufljótskappróðrinum breytt úr slalom í kappróður án hliða, tveir eða fleiri eftir þáttöku, keppa í einu og sá fyrsti niður fer áfram í úrslit, nánari útfærsla á þessu ákveðin á staðnum, fer eftir þáttöku ofl. Ætti að geta orðið mjög skemmtilegt á að horfa.

 

Gott væri að fá viðbrögöð við þessu ef fólk hefur skoðanir á einhverju hérna eins og stigagjöf til íslandsmeistara í sjókayak vegna fjölgun keppna, keppnisreglum í straumkayak og sjókayakkeppnum.

 

Mér finnst td. persónulega að ákvæðið um svuntur í sjókayakkeppnum of langt gengið í öryggismálum, álíka vitlaust og að skylda keppendur í sjókayakkeppnum að vera með hjálm. Stundum krefjast aðstæður þess að notuð sé svunta og jafnvel hjálmur, en á góðviðrisdögum um hásumar inni í höfninninni á stykkishólmi sjá allir hvað þetta er fáránleg krafa. Fyrir utan það er td. Byrjendum (sérstaklega börnum ) bannað að nota svuntur til að byrja með til þess að þau komist auðveldlega úr bátnum ef honum hvolfir. Öll hjálp til að koma vitinu fyrir restina af keppnisnefnd vel þegin!

Kv. Halli

haranja@centrum.is