top of page



Gamlársróður
Gleðilega hátíð! Að venju stöndum við fyrir gamlársróðri sem er hefð hjá klúbbnum. Mæting 9:30, sjósett kl.10. Veitingar í boði klúbbsins að róðri loknum. Fjölmennum og róum á móts við nýárið í þessum síðasta klúbbróðri ársins. Vinsamlegast staðfestið þátttöku í Abler til að hægt sé að áætla magn veitinga.

Stjórn
3 days ago
Ný heimasíða
Eins og þið sjáið þá er ný heimasíða komin í loftið. Hún er unnin í öðru tóli en sú gamla sem komin var til ára sinna. Ennþá er verið að læra á hitt og þetta í þessu nýja tóli og því ekkert ólíklegt að eitt og annað á síðunni taki breytingum á næstu vikum/mánuðum. Ef eitthvað kemur upp sem ekki virkar eða sem þú tekur eftir að þarf að lagfæra þá endilega láttu okkur vita.

Stjórn
Dec 21
Umsögn um Sundabraut
Stjórn Kayakklúbbsins undirbýr umsögn um Sundabraut Stjórn Kayakklúbbsins vinnur nú að umsögn um Sundabraut sem er til kynningar í Skipulagsgátt. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar tekur klúbburinn eingöngu afstöðu til þeirra mála sem hafa áhrif á starfsemi klúbbsins. Umsögnin mun því einblína á atriði sem snúa að aðgengi og öryggi kayakræðara í tengslum við svæði eins og Geldinganes og Kleppsvík. Félagsmenn eru hvattir til að senda ábendingar til stjórnar varðandi ums

Stjórn
Nov 4


Sundlaugaræfingar 2025
Kayakklúbburinn hefur gert samning við Reykjavíkurborg um leigu á Laugardalslaug fyrir sundlaugaræfingar í vetur.Vegna breytinga á fyrirkomulagi æfingatíma hjá Reykjavíkurborg fyrir íþróttafélög hefur ferlið tekið lengri tíma en við hefðum kosið, og einnig þrengir að starfsemi klúbbsins í lauginni.Eins og í fyrra þarf að greiða aðgangseyri í laugina, auk þess sem klúbburinn greiðir gjald fyrir hverja æfingu og leigu á geymslu.Þátttakendur í sundlaugaræfingum eru því minntir á

Sundlaugarnefnd
Oct 26
bottom of page


