Það voru 12 bátar á sjó á þessum haustdegi.
Lagt var upp frá höfuðstöðvunum og haldið vestur að geldingarnes tanganum enda spáð stífri vestanátt. Þaðan var haldið til þerneyjar en fyrir þverunina fækkaði um einn í hópnum sem tók geldingarnes hring einn. Nirst á geldinarnesinu tók einn af reynsluboltunum uppá því að sýna hvað gerist þegar bátur velltir í grjótinu. Ekki liggur enn fyrir hvort að þetta hafi verið planað eða óvænt :-) slapp þetta til en góð áminning að vera með höfuðbúnað við svona aðstæður. Skall á haglél í þveruninni eins og spáð hafði verið og var þvi hópurinn þéttur. Þerney hringuð og siðan haldið aftur í höfuðstöðvarnar. Ekkert kaffistopp var tekið enda gott að halda á sér hita. Þessi dagur bauð uppá sýnishorn af logni, roki, sól og haglél.
Þakka fyrir mig og góðan félagsskap