Ágætu félagar

Þriðjudaginn 3. maí milli kl.17-19 býðst klúbbfélögum að hitta þjálfara sem verða á Sea Kayak Iceland Symposium 2022. Skipt verður í nokkra hópa þar sem farið verður yfir ýmis atriði s.s. áratækni, bátastjórnun o.fl.

Hér er tilvalið tækifæri að fá kayak kennslu og þjálfun frá reyndum aðilum.

Líklega verða á svæðinu eftirtaldir erlendir þjálfarar: John Carmody, Gennifer Gatan, Oisin Hallissey, Ben Ceredig Fothergil, Gennifer Gatan. Íslenskir þjálfarar verða líka á svæðinu en það eru nöfn sem við þekkjum mörg hver ágætlega.

Farið verður á sjó kl.17 þannig að mæting er 16:30.