Friðarsúlan í Viðey verður tendruð sunnudaginn 9. okt, kl. 20. Allt frá byrjun (2007) hefur klúbburinn róið í Viðey og tekið þátt, notið söngatriða og friðarstundar í hausthúminu og sett pundþunga innlögn í sjóð minninga sem aldrei þverr og stenst miskunnarlausa áníðslu skammdegismyrkurs og harðviðra. Það er ekkert annað. Og þá að dagskránni:

18:15 mæting í Geldinganes

18:45 sjósett. Stefnan tekin á Þórsnes.

19:30 lent við Virkisfjöru og prílað upp í eyju. (Munið vasaljós)

20:00 Kveikt á súlunni.

20:30 sjósett og haldið heim á leið.

21:15 áætluð heimkoma í Geldinganes.

Munið heitt á brúsa og utanyfirflíkur fyrir róðrarstoppið í Viðey. Og blikkandi ljós til að festa á bátinn eða vestið. Þetta er róður fyrir alla félaga, líka byrjendur. Ekki sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Umsjón: Örlygur Sig.

Sjáumst, Nefndin