Ljósaskiptaróður 27. okt er viðburður sem áður átti sinn sess í ferðadagskrá klúbbsins. Ferðanefndina fýsir ögn að endurvekja hann og helst gera hann að ómissandi þætti í starfsemi klúbbsins um ókomna framtíð. Vettvangurinn er Elliðavatn og er það skemmtilega upplifun að róa á vatninu í ljósaskiptum og fylgja vetri í garð um rökkurnætur. Og þá að dagskránni:

16:45 mæting að Elliðavatni. Sjósett stuttu síðar og róið í þá átt sem nefið snýr. Sólsetur er kl. 18:20 og haldið heim á leið miðja vegu milli miðaftans og náttmála. Þetta er róður fyrir alla félaga, byrjendur sem lengra komna. Ekki sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Umsjón: Örlygur Sig.

Sjáumst, Nefndin.