Nú er komið að innheimtu félags- og geymslugjalda Kayakklúbbsins fyrir árið 2025. Eins og í fyrra fara greiðslur fram gegnum þjónustu Abler og eru reikningar ársins komnir þar inn. Ógreidda reikninga má finna undir "Prófíll-reikningar" í appinu eða eftir innskráningu á www.abler.io
Um miðjan næsta mánuð munu þeir sem ekki hafa gengið frá greiðslu í Abler fá senda greiðsluseðla í netbanka, en þeim fylgir aukalega 390kr. tilkynningar/greiðslugjald. Víð hvetjum alla til að greiða í Abler sem fyrst og spara sér um leið aukagjaldið.
Meirihluti félagsmanna er með appið uppsett. Appið einfaldar ýmislegt og bíður upp á ýmsa möguleika sem væri gaman að prófa. Þar má nefna skráningar í ferðir og aðra viðburði, tilkynningar og upplýsingagjöf á ákveðna hópa (t.d. bara þá sem hafa skráð sig í ferð) o.fl. Við hvetjum því þá sem ekki hafa sótt sér appið að gera það og prófa.
Appið má einnig nota til að staðfesta félagsaðild t.d. þegar þess er krafist vegna afslátta klúbbsins í verslunum o.þ.h.

Útsendir reikningar miðast við skráningar meðlima í Abler. Ef einhverjar villur skyldu leynast þar inni ennþá eftir að kerfið var innleitt í fyrra þá biðjumst við fyrirfram velvirðingar á því. Hugsanleg vandamál eða spurningar varðandi greiðslur skal senda á gjaldkeri@kayakklubburinn.is

Gleðilegt kayakár
stjórnin