Nú er dagskrá óvissuferðarinnar komin í ljós. Að þessu sinni munum við eiga samverustund, fara örstutt á sjó í æfingar og sull, fá okkur nesti og því næst færa okkur (bílandi) yfir í Gufunes.
Við bryggjuna í Gufunesi verður tekið á móti okkur í rjúkandi gufugusu!
Hvað er gufugusa?
Í gufugusu leiðir gusumeistari þrjár stuttar lotur inn í gufunni til að mynda með viðeigandi ilmolíum, þara, tónlist, handklæðatilþrifum og blævængjum. Góður hiti í sánunni og kæling í hafinu, grasinu eða loftinu á milli.
Gusan tekur rétt rúman klukkutíma.
Mikilvægt er að koma með tvö handklæði, eitt til að sitja á inni í gufunni (svokallað svitaklæði) og annað til að þurrka sér eftir á. Einnig er mikilvægt að drekka vel og gott að taka með sér vatnsbrúsa fullan af fersku vatni. Svo er ljúft að hafa slopp til að smeygja sér í á milli og á eftir. Gott er að koma í sundfötum innan undir fötunum, annars er smá skiptiaðstaða í vagninum.
Dagskrá:
10:30 - Mæting í Geldinganes Göllum okkur, sullum, æfum og leikum
12:30 - Göngum frá bátum, nestum okkur
14:00 - Færum okkur í gufunes í rjúkandi gufugusu
(Hafa þarf með sundföt, tvö handklæði og vatnsbrúsa)
Mikilvægt:
Aðeins er pláss fyrir 30 manns í gufunni og verður þetta því fyrstur kemur (skráir sig) fyrstur fær!
Skráningin fer fram í Abler
(Ef einhver hefur ekki áhuga á að fara í gufuna en langar að koma að hitta hópinn, sulla með á kayak og segja góða brandara þá er það mikið meira en velkomið og þar með skráning óþörf)
kveðja, Natalía - 8465889
Hlakka til að sjá ykkur!