ImageNú hafa ferðanefnd og keppnisnefnd sett saman metnaðarfulla dagskrá fyrir sumarið.  Fjörið hefst í þessari viku með keppnum bæði á sjó og í straum.  Elliðaárrodeoið verður með svipuðum hætti og venjulega á föstudaginn kemur kl. 12:00 og Reykjavíkurbikarinn á laugardaginn kl. 12:00.  Nánar um þetta í vikunni.  Sjá má stutta lýsingu á atburðum í sumar hér með því að smella á "Read more..." hér að neðan og dagskráin með lýsingu á hverjum atburði fyrir sig verður síðan sett inn á vefinn í vikunni.

Keppnir undirstrikaðar. Allar keppnir gilda í Íslandsmótinu.

 

25. apríl: Elliðaárródeó (1. keppni straumkayak)

 

26. apríl:  Reykjavíkurbikar (1. keppni sjókayak)

 

10. maí: Tekist á við strauminn.

 

9.-12. maí: Hvítasunnuhelgin í Reykjanesi.

 

24. maí: Umhverfis Engey og Akurey.

 

31. maí: Fyrir Melasveitina.

 

1. júní: Straumvatnsmenn í Hvítárferð.

 

6.-8. júní: Sjókayakmót á Austurlandi (auglýst sérstaklega).

 

8. júní: Sjókayak sprettróður á Norðfirði. (2. keppni sjókayak)

 

13-15 júní: Nýliðaferð í Galtalæk. Galtaleikarnir

 

21. júní: Bessastaðabikar. (3. keppni sjókayak)

 

23. júní: Jónsmessumót í Hvammsvík (mánudagskvöld).

 

23. júní: Jónsmessuróður straumfólks.

 

28. jún: Flúðakappróður í Tungufljóti (2. keppni straumkayak)

 

12. júlí: Dagsferð í Straumfjörð á Mýrum.

 

12. júlí: 10 km á Sæludögum á Suðureyri (4. keppni sjókayak)

 

26.-27. júlí: Helgarferð í Grundarfjörð.

 

8.-10. ágúst: Ferð frá Stað í Reykhólasveit í Skáleyjar og Sviðnur.

 

16. ágúst: Hvítá fyrir lengra komna.


6. september: Hvammsvíkurmaraþon (5. keppni sjókayak)

 

6. september: Haustródeó (3. keppni straumkayak)

 

20. september: eða nálægan dag eftir veðri: Dagsferð á Þingvallavatn. 

 

20. september: Uppskeruhátíð Kayakklúbbsins