Ferðanefnd hefur ákveðið að taka upp þá nýbreytni að standa fyrir viðburðum í vetur.

Ætlunin er að að róa mánaðarlega dagsróður þegar veður leyfir – helst á sunnudögum, en virkur dagur seinnipart gæti líka orðið fyrir barðinu á okkur.
Ekki verður farið langt, heldur er áhersla lögð á skemmtileg svæði í nágrenni höfuðborgarinnar.

Munum við auglýsa brottför, þe. brottfararstað og -stund á Korkinum með örfárra daga fyrirvara, þannig að það er eins gott að fylgjast vel með Korkinum í vetur.

Bæði verður róið á sjó og vötnum, allt eftir aðstæðum og eru eftirfarandi staðir líklegastir :

 

  • Kjalarnes,
  • Álftanes,
  • Róum um Elliðavatn í ljósaskiptum,
  • Þriggja eyja stopp við Sundin blá,
  • Örfirisey – Nauthólsvík,
  • Hafravatnshringur,

Við minnum á að 9. október verður kveikt á Friðarsúlunni og þá hefur klúbburinn fjölmennt út í Viðey.