ÁrmaðurinnÞá er árshátíð yfirstaðin og helstu úrslit komin í hús.  Veitt voru verðlaun fyrir Sjó- og straumkayak fólk ársins.  Þessi verðlaun eru veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í félagsstarfi á árinu.  Veitt var viðurkenning fyrir ástundun frá Geldingarnesi.  Þetta árið var baráttan ekki hörð og augljóst hver eyðir minstum tíma heima hjá sér að taka til.  Einnig var ármaðurinn valinn að vanda.  Ármaðurinn eru skammarverðlaun straumkayakfólks og er sá heiður veittur þeim sem átti afglap ársins.

 

 

Að þessu sinni var  það Guðmundur Breiðdal sem var valinn sjókayakmaður ársins.  Eins og felstir vita er Guðmundur einn af duglegustu sjókayakræðurum klúbbsins.  Hann sinnir líka félagsstarfinu af miklum krafti og hefur verið gjaldkeri klúbbsins undanfarin ár.  Guðmundur sagði að tilnefning sýn hefði verið spilling á sterum, en ég held að allir sem þekkja til hans vita að hann átti þetta fyllilega skilið.

Straumkayakmaður ársins var hún Anna Lára.  Anna Lára hefur þann einstaka hæfileika að geta drifið lötustu ræðara út í rok og ólgubrim eða hálf frosnar ár.  Hún fékk viðurkenninguna fyrir ótrúlegan drifkraft og dúndur ástundun í straumnum.  Anna Lára er líka alltaf til í að sinna félaginu og er því vel að þessu komin.

Duglegasti sjókayakræðarinn frá Geldingarnesi var Halldór Björnsson, betur þekktur í bókinni góðu sem #12.  Hér fyrir neðan eru tölurnar sem ég náði úr bókinni.  Það er töluverð óvissa á tölunum, vegna þess að nokkrar blaðsíður í bókinni höfðu blotnað rækilega.

 

Sæti Nafn
Rónir Km
Mætingar
Númer í bók
1
Halldór Björnsson
1024
82
12
2
Kalli Geir
783
64
13
3-4
Veigar Gretarsson
644
64
20
3-4
Páll Reynisson
633
50
2

Hörð keppni var um tilil Ármanns þetta árið.  Hér koma þeir sem tilnefndir voru og vekur athygli að á listanum eru feðgar, örugglega í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna.

Steini enn í góðum málum
 Steini X formaður var tilnefndur fyrir að hafa smellt sér í straumróður í Tungufljóti á meðan keppendur í Tungufljóts kappróðri gerðu sig klára.  Ferðin endaði ekki betur en svo að gamli synti heillanga leið fyrir framan alla helstu straumkayakræðara landsins.
 Pabbinn og sonurinn  Reynir  Óli Þorsteinsson var tilnefndur fyrir að í sömu vikunni, eyðilagði hann nýja bátinn sinn með því að missa hann á kerru dekk, gataði gamla bátinn sinn með því að fara á sund í miðri flúð, missa bátinn frá sér og ná honum ekki aftur.  Í sömu ferð týnid hann líka nýju árinni sinni.
 Gaddi á góðri stund  Garðar Junior var tilnefndur fyrir að synda 6 sinnum í sömu ferðinni.  Í síðasta sundinu missti hann frá sér bátinn sinn.  Báturinn festist við stein í djúpu gljúfri og þurftu 6 manns með helling af úbúnaði að koma daginn eftir til að ná í bátinn. Bátinn hafði hann fengið að láni frá Ella B.
 Vikki borgar fyrir mistökin  Vikki var tilnefndur fyrir að stranda rétt fyrir ofan Faxa í votta viðurvist.  Hann fór úr bátnum sínum og missti hann niður fossinn.  Við þetta stökk til eitthvað fólk í flíspeysu merktri skátunum, drógu fram uppblásinn bensínstöðvar gúmmíbát og ætluðu að fara að bjarga honum.
 Halli íþróttamaðurinn  Halli var kjörinn kayakmaður ársins í forvali um íþróttamann ársins.  Halli vann Íslandsmeistara titil sjókayakmanna og var í 3 sæti í keppninni um straumkayak titilinn.  Halli komst svo í Ármannsvalið með því að synda á flötum kafla í Rangá, í sömu vikunni og hann var valinn kayakmaður ársins.
 Stjáni eftir fyrsta sund sumarsins Kristján Hveragerðingur byrjaði tímabilið með því að sleppa með skrekkinn niður Hengladalsá í risa vatnavexti.
 Mummi að gera sig klárann í dansatriðið

Mummi Hveragerðingur fær tilnefningu fyrir að elta Kristján vin sinn niður sömu á og taka riverdance á árbotninum um 500 m leið.

 Glæsilegur er hann

 Ármaðurinn er svo engin annar en hann Dóri.  Dóri fær verðlaunin fyrir þrennt.  1) Dóri er alvanur raftguide.  Hann hefur siglt Jökulsá Austari oftar en flestir og þekkir hana eins og rassvasana sína.  Það stoppaði hann ekki í því að lenda í klandri í ánni síðasta sumar.  Dóri var þá að leiða hóp straumkayakmanna í rafti niður hina "ógurlegu" þriggjastalla flúð.  Þegar þau höfðu siglt niður fyrsta stallinn sá Dóri fram á að báturinn væri búinn að vera, stökk frá borði og ætlaði að synda í land.  Þetta var stór góð hugmynd og þeir sem stóðu á bakkanum skemmtu sér mjög mikið yfir því að horfa á hann synda. 2)  Þetta var líka "life time accievement" verðlaun fyrir Dóra þar sem að hann hefur hlaðið inn mis góðum mómentum á sínum langa ferli sem straumvatnsmaður.  3) það náðist þessi líka stórglæsilega mynd af honum í sumar.