Fyrir hvern er Kayakklúbburinn?

Alla þá sem hafa dálæti á kayakróðri á sjó, vötnum og straumám. Sama hvort þú ert á sjókayak, Sit on Top, surfskíði eða straumkayak.

Fyrir hverja eru félagsróðrar Kayakklúbbsins?

Fyrir þá sem vilja róa í frábærum félagsskap um sundin blá og eru orðnir 16 ára.

Æskilegt að hafa farið á námskeið en ekki krafa.

Félagsróðrar eru ókeypis skemmtun fyrir meðlimi Kayakklúbbsins og nýliða.

Hvenær eru félagsróðrar Kaykaklúbbsins?

Sumartími: Maí - September

Fimmtudaga kl 18:30

Vetrartími: Október-Apríl

Laugardaga kl 09:30

Þarf ég að eiga kayak til að taka þátt í félagsróðrum?

Kayakklúbburinn lánar afnot af klúbbátum fyrir meðlimi.

Einnig er hægt að fá afnot af árum, svuntum, blautgöllum og vatnsheldum toppum.

Búnaðurinn er hugsaður fyrir byrjendur og við hvetjum þá sem vilja stunda sportið til að koma sér upp eigin búnaði með tíma og ástundun.

Hvað kostar að vera meðlimur að Kaykaklúbbnum?

Ársgjald kostar 4.500 kr fyrir einstaklinga.

Fjölskylduáskrift er á 6.000 kr.

Ársgjaldið er sent í heimabankann á vorin.

Get ég geymt kayakinn minn hjá klúbbnum?

Kaykaklúbburinn býður upp á leigugeymslu fyrir kayaka klúbbmeðlima.

Geymslur eru í Geldinganesi og í Nauthólsvík.

Ársgjald fyrir geymslu á sjókayak er 10.000 kr.

Athugið að einnig þarf að greiða klúbbaðild til að tryggja rétt á geymslu.

Hvernig greiði ég fyrir klúbbaðild?

Millifærið á reikning : 0515-26-397777, kennitala 410493-2099
Sendið kvittun fyrir millifærslu á póstfangið gjaldkeri@kayakklubburinn.is
Skráning er staðfest við móttöku á kvittun. Engin kvittun er send frá klúbbnum.

Við hvern hef ég samband ef ég vil fá að leigja geymslu undir kayakinn?

Hafið samband við húsnæðisnefnd Kayakklúbbsins: geldinganes@gmail.com

Hvernig get ég haft samband ef ég er með fleiri spurningar?

Kayakklúbburinn er með Facebook síðu þar sem hægt er að koma með fyrirspurnir sem svarað er hratt og örugglega.

Svo má senda póst á : kayakklubbur@gmail.com