ImageÆfingar á Þriðjudögum
Nokkrir ræðarar ætla að hittast frá kl 16:00 á þriðjudögum í Nauthólsvík
og róa í vetur. Meiningin er að róa inná víkinni þannig að menn eru ekki
háðir því að mæta á sama tíma en hittast samt. Þeir sem mæta byrja að róa
þegar þeir koma og hætta þegar þeim hentar. Um er að ræða þjálfunar
(fitness) róður sem hægt er að róa á brautum (100, 500 og 1000 metra) eða
eins og mönnum sýnist. Tilgangurinn er að fá félagsskap, öryggi, kennslu
og hreyfingu. Menn eru að sjálfsögðu á eigin ábyrgð.
Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja halda sér í formi með kayakróðri í staðinn fyrir að púla bara í svitahofunum. þótt það sé kannski ágætt með.