Frestað!
Sjá nánar á korknum

ImageÁ dagskrá Sviða er kajakkeppni laugardaginn þann 9. júní kl. 12:20

Keppisleiðin er þannig að byrjað er í fjörunni fyrir framan við Katrínarkot í Garðabæ (við bæjarmörkin), róið fyrir Hlið inn í Skógtjörn fyrir bauju og aftur út á haf. Síðan liggur leiðin fyrir Hliðsnes, Hrakhólma þaðan áfram inn í Skerjafjörð. Þegar komið er inn í Skerjafjörð er róið beint í austur fyrir Seylu og Bessastaðanes. Lokaáfanginn er Lambhúsatjörnin inn í fjöruna og markið undir kirkjunni á Bessastöðum. Róðrarleiðin er samtals 12.2 km. Þessi róðrarleið getur verið glettilega erfið vegna áhrifa sjávarfallastrauma og vindafars í kringum Álftanes.


ImageÍ ár þ. 9. júní verður ræst kl. 12:20. Tíminn er valinn vegna sjávarfalla þannig að fært sé inn í Skógtjörn. Á síðasta ári var stórstreymt á keppnisdegi og ræst tveimur tímum eftir háflóðið. Þá þurftu keppendur að takast á við Skógtjarnarstrauminn sem getur jafnast á við stórfljót.

Í ár ber kepnisdag ekki upp á stórstraum og Skógtjarnastraumurinn rólegri.  

Forseti Íslands heiðraði mótið á síðasta ári og sá um afhendingu verðlauna. Unga fólkið fékk nýja og jákvæða mynd af embættinu og var mjög ánægt með forsetann sinn.