Næturróðrar 2019

27 okt 2019 13:37 - 27 okt 2019 22:07 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
3 bátar á sjó. Allt gert sem auglýst var. Frábær lokahnykkur á þessari seríu. Þessi röru:
Gummi B
María Rún
Orsi

Næsta sería í mars.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 okt 2019 11:57 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
Þá er plan fyrir NRIII tilbúið.
Hittumst kl. 22 í Gnesi annaðkveld og gerum sjóklárt.
Róum í Engey og tjöldum. Stefnir í hrokablíðu og gott sjólag. Og nóg af frosti.

Þeir sem eru á sínu fyrsta róðrarári ættu alveg að ráða við þennan leiðangur. Bara hafa vel kuldaþolna svefnpoka.
Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2019 21:36 - 24 okt 2019 11:31 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
3 bátar á sjó. Árvíti napurt eins og gengur. Tekinn var G.neshringur með Þerneyjarviðbót. Sjólagið norðan við G.nes bauð uppá geggjaða kallaleikfimi. Þessir röru,:
Lárus
Gummi B
Orsi.

Svo er NR III á laugard. Nánar um það á fòs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 okt 2019 15:02 - 21 okt 2019 16:15 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
Það er næturróður II á mið.kvöld, 23.10.

Mæting er kl 19.30. 

GG sport á eitthvað af ljósum á vestin. Toppmál, sjáumst

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 okt 2019 14:19 #5 by Barasta
Replied by Barasta on topic Næturróðrar 2019
Hæhæ
Hvenær er næsti róður ?
kv
Stefán

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 okt 2019 23:22 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2019
5 bátar á sjó og alveg var hann eggsléttur. Bjart af tungli líka. Fórum í Grafarvog og allir fengu 9 km á reikninginn.
Þessi röru:
SAS
Lárus 
Unnur
Ingi
Orsi.
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2019 15:39 - 13 okt 2019 15:40 #7 by Orsi
Næturróðrar 2019 was created by Orsi
Guð minn almáttugur, það er að byrja ný Næturróðrarsería. Bara núna á miðvikudaginn! Mæting 20.30
Það er fyrsti af þremur.

Tökum þetta grimmt - alla þrjá róðrana í október. Endar með gistingu þann 26.10.


Þetta er fyrir nýja félaga líka. Ekki dirfast að sitja heima og halda að þetta sé fyrir alla hina. Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum