Eindagi var síðustu mánaðamót og því hvetjum við þá sem eiga ógreidda greiðsluseðla að gera upp sem fyrst.
kveðja,
stjórnin
Eindagi var síðustu mánaðamót og því hvetjum við þá sem eiga ógreidda greiðsluseðla að gera upp sem fyrst.
kveðja,
stjórnin
Við minnum á vinnudaginn á morgun kl.10.
Það er fínasta veðurspá fyrir morgundaginn en rigning á sunnudag þannig að við blásum sunnudaginn af. Það væri gott ef einhverjir geta tekið með sér græjur sem gætu nýst við vinnuna s.s. hrífu, skóflu, tröppur, slípirokk, framlengingarsnúru o.þ.h.
Grillað í lokin að venju.
sjáumst hress
nefndin
Nú þegar sumarið bankar upp á er komið að hinum árlega vinnudegi.
Að venju verður lögð áhersla á að ryðhreinsa gámana, grunna þá og mála ásamt tiltekt í aðstöðunni og snyrtingu á nánasta umhverfi.
Grillmeistarinn grillar svo ofan í mannskapinn að vinnutörn lokinni.
Eins og oft hefur verið rætt um er æskilegt að grunnurinn þorni vel áður en málað er, og því ætlum við að reyna í þetta skiptið að láta grunninn þorna í sólarhring og mála á sunnudeginum ef nokkrir aðilar fást í það verk. Í dagskrá klúbbsins í Abler er búið að færa inn Vinnudag 1 og 2. Þætti okkur vænt um að þið sem ætlið að mætið setjið inn "Mæti" við annan vinnudaginn eða jafnvel báða (Undir "Flokkar-Félagsaðild, meðlimir - Dagskrá" í appinu) þannig að við sjáum gróflega mætinguna. Ef við fáum ekki mannskap eða útlit verður fyrir skítaveður á sunnudeginum þá stefnum við á að klára allt saman á laugardeginum.
Vonumst til að sjá sem flesta og munið að margar hendur vinna létt verk.
Nefndin