Talstöðvaheilsa

24 okt 2016 15:43 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Talstöðvaheilsa
Ætli flestir séu ekki með vhf standard horizon hx851, hefur fengist m.a. hjá N1.

Rafhlaðan og almennt endingin á þessum stöðvum hefur ekki verið mikil, amk er allt of algengt að þessar stöðvar eru að bila í okkar sulli.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 okt 2016 13:02 #2 by Barasta
Replied by Barasta on topic Talstöðvaheilsa
Sælir
Hvernig stöðvar eru þetta sem menn eru með ?
kv
Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 okt 2016 12:31 - 24 okt 2016 12:34 #3 by Gíslihf
Talstöðvaheilsa was created by Gíslihf
Ég er með talstöð frá N1/Bílanaust sem ég keypti líklega 2008 og margir okkar fengu sér stöð á þeim árum og síðar þegar verið var að æfa fyrir fjögurraa stjörnu námskeiðin. Ekki gengur alltaf vel að heyra til félaganna þegar kallað er og ég velti fyrir mér hvort huga þurfi að viðhaldi tækjanna.

Ég keypti nýtt loftnet áðan og hendi hinu, bara til að gera tilraun og svo þarf hugsanlega að endurnýja 8 ára gama rafhlöðu.
Gott væri að félagar með talstöð hafi þær í hleðslu nóttina fyrir róður og prófi síðan samskiptin í róðri.

Það er svo annað mál að við notum stöðvarnar mest sem "labbrabb tæki" því að skilyrðin hér á Reykjavíkursvæði virðast ekki vera góð til samskipta við Gæsluna, gsm er betra, en úti á landi við ströndina og á leið Baldurs í Breiðafirði eru skilyrðin víða mjög góð.

Kveðja,
Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum