Ólafsfjörður - Húsavík 24-28 júní

27 jún 2007 23:06 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Stefna til Akureyrar
Þetta var mjög góður túr þrátt fyrir snöggan endir en hér er svolítið af myndum.community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2007 04:22 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Stefna til Akureyrar
Við ákváðum semsagt að róa inn fjörðinn en ekki út, eins og Örlygur korkaði. Það hefði tekið óratíma að pjakkast út fjörðinn í þessu veðri og þar sem spáin hljóðaði upp á stífa norðanátt næstu daga þótti okkur ekkert vit í að halda ferðinni áfram.
Hópurinn tók land á Grenivík og flestir fóru þaðan beinustu leið í sund á Húsavík en rétt tæplega þriðjungur afréð að róa suður á Akureyri, þ.e. undirritaður, Guðmundur Breiðdal, Páll R., Gísli og þýski gestaræðarinn Martin. Þetta voru ekki nema á að giska 30 kílómetrar í rjúkandi lensi og myndi ekki taka langan tíma, hugsuðum við, líklega um þrjá klukkutíma. Guðmundur hafði meira að segja á orði að það væri líklega minni fyrirhöfn og þar að auki fljótlegra að róa til Akureyrar fremur en að vesenast við að redda fari eftir bílnum hans sem beið eigandans í bænum.
Lensið sveik ekki og það var nóg af því. Oftast þurfti ekki nema rétt að dýfa árinni í sjóinn til að bruna áfram á lensöldunum. Við vorum þó heldur lengur að þessu en við höfðum gert ráð fyrir eða fimm klukkutíma í stað þriggja en til að allrar sanngirni sé gætt þá vorum við assgoti lengi í pásu á Hjalteyri en í upphaflegu áætluninni var ekki gert ráð fyrir einni einustu kaffipásu.
Í gær, þriðjudag, stímdum við bílunum niður að ósum Skjálfandafljóts og skimuðum til hafs en til allrar óhamingju rættist spá Veðurstofunnar. 15 metrar á sekúndulítra og sandrok kom í veg fyrir róður.

Þrátt fyrir þessa leiðindastæla í veðrinu var ferðin fantafín. Fínasti róður frá Ólafsfirði til Hríseyjar á sunnudag hvar sumir gleyptu í sig steiktan Gallowaykálf og líflegasta pus frá Hrísey að Nónbrík og þaðan til Grenivíkur daginn eftir.

Mér skilst að Ari og félagar séu þegar farnir að rýna í langtímaveðurspár fyrir næsta sumar og planleggja næsta túr.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2007/06/27 00:25

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2007 02:16 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Stefna til Akureyrar
Þau virðast ætla að verða óheppin með vindáttina.
Í dag NNA 8-10 m/sek og þá verulegur sjór af opnu hafi.
Síðan lygnir í nótt frá miðnætti til morguns en sennilega áfram veruleg hafalda.
Síðan snýst til NNV áttar með sama vindstyrk 8-12 m/sek
og haföldu og verður hann að þvælast í þessu út vikuna.

Nú er að fá áframhaldandi fréttir og hver raunin verður með róðraraðstæður...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2007 20:20 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Ólafsfjörður-Húsavík
Þær fréttir bárust rétt í þessu að hópurinn hefur ákveðið að stefna inn Eyjafjörðinn í stað þess að gusa sér á móti vindi út að Gjögurtá. Áfangastaðurinn er því Grenivík. Óljóst er þó hvort hópurinn muni gista þar í nótt, eða sæta færis síðar í kvöld til að komast út úr firðinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2007 18:35 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Stefna til Akureyrar
Nú í morgun voru ræðararnir að leggja af stað frá Hrísey, og róa nú upp í vindinn, áleiðis út úr Eyjafirðinum. Nú er norðankaldi, og að sögn Rúnars P. er hvítt í báru. Fjórtán eru í hópnum.

Nýtt kl. 13:11
-Hópurinn ákvað að halda inn Eyjafjörðinn og taka land í Grenivík. Óljóst er hvort þar eigi að gista eða sæta færis á að komast út úr Eyjafirðinum í kvöld.

Post edited by: Orsi, at: 2007/06/25 17:17

Nýtt kl. 15:10
-Hópurinn heldur til Akureyrar í kvöld og fer í sörf á Skjálfanda á morgun.

Post edited by: Orsi, at: 2007/06/25 19:09<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2007/06/25 19:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2007 23:03 #6 by maggi
Það er ennþá laust pláss fyrir báta hjá mér norður
ATH kostar 0 kr

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2007 17:38 #7 by Ari Ben
Stefnum á að leggja af stað á sunnudaginn frá Ólafsfirði kl 14.

Jafnvel einhverjir sem koma seinna um daginn og munu þá fara Dalvík og hitta okkur á tjaldstæðinu á Hrísey.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2007 16:13 #8 by Ari Ben

Þetta fer nú alveg að bresta á, og stefnir í að Freya og Greg verði á undan okkur. Alls eru skráðir 19 ræðarar í ferðina, þeir eru

Hildur N
Siggi S
Kalli G
Gerður
Ingólfur
Helga M
Sæþór Ó
Ari B
Valur Þ
Pálmi B
Óskar Þ
Martin R
Pjetur St
Steini C
Bjarki R
Páll R
Rúnar P
Magnús S
Gísli F

Gætu þið staðfest skráninguna á kayakklubburinn@gmail.com og sent mér uppl. um email, GSM nr, hvort komið keyrandi eða með hverjum, er kerra með, hvort laust pláss fyrir fólk eða báta, hvenær þið ætlið að vera komin norður.

Einhverjar forfæringar verða með báta, fólk og bíla, því á milli Húsavíkur og Ólafsfjarðar eru 150 km. Erum að skoða hvað við getum gert í þeim málum. Einhverjir eru nú þegar með far fyrir bílinn sinn til baka frá Ólafsfirði.

Post edited by: Ari Ben, at: 2007/06/12 12:18

Post edited by: Ari Ben, at: 2007/06/12 12:19<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2007/06/12 12:47
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2007 23:12 #9 by Garðar WC
Replied by Garðar WC on topic Re:Ólafsfjörður - Húsavík 24-28 júní
það er allavega pottþétt að það er á leiðinni á milli þessara staða sem þið ætlið að skemmta ykkur. Ekki getur það verið á stöðunum sjálfum.:laugh:

kv NorðanGarðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2007 01:29 #10 by Ari Ben
Við hjá KAJ, félagi kayakræðara á Austurlandi, vorum að setja saman árlegu raðróðrarferðina en hún verður 24.-28.júní. En planið er að fara Ólafsfjörður-Húsavík, en í fyrra fórum við á Hornstrandir. Ferðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og aðeins fyrir vana ræðara.

Hér á eftir er leiðalýsing, undirstrikaðir eru hugsanlegir gististaðir. Ólafsfjörður, Hrísey, Látraströnd, Gjögur, Þorgeirsfjörður, Hvalvatnsfjörður, Flatey,Náttfaravíkur og Húsavík, en þetta eru um 120 km.

Þetta eru líklega 3 gistinætur, en gerum ráð fyrir 4 nóttum ef þurfum að bíða af okkur veður. Skráning hjá Ara í 863 9939, eða kayakklubburinn@gmail.com. Þessa ferð er skipulögð með félögum okkar í Kayakklúbbnum í Reykjavík.

Einnig er byrjendaferð í upphafi júní í Reyðarfirði.

Hægt er að skoða nánar á www.123.is/kaj

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum