Freya Hoffmeister lögð af stað

18 mar 2018 14:39 #1 by Sveinn Muller
Freya Hoffmeister er nú byrjuð að róa aftur á leið sinni í kringum Norður-Ameríku, um 50.000 km leið. Hún áætlar að þetta verkefni taki um 8-10 ár og er hún núna á sínu öðru ári í ferðinni, en hún rær um 6 mánuði á ári, frá byrjun mars og út ágúst.

Áður hefur Freya róið í kringum Ísland (2007) og á reyndar hraðametið, Nýja Sjáland (2007), Ástralíu (2009) þar var hún meðal annars 8 sólahringa samfleytt í kayaknum yfir 560km leið og svaf í bátnum, Suður-Ameríku 2011-2015 27.000 km leið og Írland 2016.

Freya segir í umfjöllun sinni um Íslandsleiðgangurinn að það megi líkja sjókayak aðstæðum hér við fjallið K2, sem margir telja erfiðasta fjall í heimi, geri ráð fyrir að hún sé að vísa til aðstæðna á Suðurlandi sem þykja einstaklega erfiðar.

Hún bloggar daglega og gaman að fylgjast með henni. freyahoffmeister.com/posts/ . Myndir úr leiðangrinum eru svo hér freyahoffmeister.com/pictures/pictures-na-2/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum