Ken Taylor á Grænlandi 1959

26 mar 2018 22:20 #1 by indridi
Ég rakst á þessa stórskemmtilegu blogsíðu um daginn, og get ekki séð að aðrir hafi verið fyrri til að setja hana á korkinn:

Kayak Greenland 1959

Höfundur er bretinn Ken Taylor, sem mun hafa dvalið á Grænlandi um nokkurt skeið árið 1959. Þegar hann sneri heim til Bretlands hafði hann með sér kayak sem breskir ræðarar notuðu sem fyrirmynd til að smíða eftir. Anas Acuta báturinn frá Valley mun líka vera formaður eftir þessum bát.

Á blogginu segir hann frá dvöl sinni í nokkuð ítarlegu máli, og skiptir því niður í pistla sem hann hefur bætt inn á nokkrum árum. Ágætt að rekja sig eftir póstunum í "arkívinu" á hægri hönd. Þetta er afar skemmtileg lesning, og eitthvað af ljósmyndum líka, sem ekki eru síður áhugaverðar.
The following user(s) said Thank You: Helgi Þór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum