Vogar-Keflavík 14. apríl

15 apr 2018 08:54 - 16 apr 2018 08:39 #1 by Sveinn Muller
Níu ræðarar lögðu upp frá höfninni í Vogum. Áður höfðum við plantað einum bíl við smábátahöfnina í Keflavík. Það hafði verið spáð frekar hvössu dagana á undan en það rættist úr veðrinu, rérum á sléttum sjó framan af, síðasta hluta leiðarinnar var einhver öldugangur. Þá voru tveir glænýir og hrikalega flottir Rockpool Taran 16 bátar með í för. Tókum land fyrir neðan Njarðvík og fengum okkur kaffipásu. Það sást einn útselur og talsvert af fugli var kominn í björgin. Skemmtileg björg að róa undir, litrík, hellar og skemmtilegar bergmyndanir.

Guðni Páll var skipaður róðrarstjóri. Þeir sem réru voru Guðni Páll, Þóra, Kiddi, Gísli K., Sveinn Muller, Þorbergur, Helgi Þór, Þormar og Indriði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 20:20 #2 by Kiddi Einars
Mæti. Hitti ykkur í Vogum. Ætla að róa heiman frá mér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 19:01 #3 by Þormar
Replied by Þormar on topic Vogar-Keflavík 14. apríl
Mæti

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 17:06 #4 by Helgi Þór
Ég mæti.

Helgi Þór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 15:45 #5 by indridi
Replied by indridi on topic Vogar-Keflavík 14. apríl
Ég mæti líka,

Verð á bíl, en hef bara pláss fyrir einn bát.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 13:48 #6 by Guðni Páll
Ég mæti.

Kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 12:42 - 13 apr 2018 13:41 #7 by Sveinn Muller
Minni á ferðina á morgun. Mæting 10:45 og lagt af stað kl. 11:00.
Endilega láta vita á Korkinum hverjir mæta þannig að við vitum ca. fjölda.

Um er að ræða ca. 11km leið.
Aust-suð-austan 5-8ms.

Sveinn Muller.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2018 10:39 - 13 apr 2018 10:40 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Vogar-Keflavík 14. apríl
Ég er ekki viss nafni, líklega 1 m undiralda og rispur á svörtum trefjabát gætu orðið hvítar :huh: allavega var það þannig á bát sem Maggi var með fyrir nokkrum árum. hugsanlega betra að koma bara í næstu ferð á sumardaginn fyrsta.

Ef þú ert í góðri þjálfun eftir veturinn er þetta ekkert mál, þú veður eða syndir í land og tekur svo sæfarið á aðra öxlina :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2018 23:20 #9 by gsk
Replied by gsk on topic Vogar-Keflavík 14. apríl
Verður þetta ekki eðal dagur til að prófa nýjan bát. :woohoo:

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2018 20:28 - 15 apr 2018 08:53 #10 by Sveinn Muller
Hittumst kl. 10:45 í Geldingarnesi og sameinast bíla. Lagt af stað frá Geldingarnesi kl. 11:00.
Sjósett verður við höfnina í Vogum. Byrjað verður á því að róa að gömlum tóftum rétt vestan við Voga. Síðan verður róið undir Vogastapa sem er hátt og mikið bjarg, þar er meðal annars að finna nokkra stóra hella. Oft er mikið um sel á svæðinu, sérstaklega innan við brimvarnagarðinn á Fitjum í Njarðvík. Ferðin endar við smábátahöfnina í Keflavík.
Endilega taka með nesti og eitthvað heitt að drekka, gerum ráð fyrir einhverjum stoppum á leiðinni.

Fylgist með á Korkinum, ef veður breytist til hins verra munum við reyna að stilla upp annarri ferðatilhögun.

Verðum komin í bæinn seinnipartinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum