Félagsróður 26. janúar 2019

26 jan 2019 13:09 - 26 jan 2019 13:11 #1 by Páll R
Gleðin var við völd í þessum félagsróðri. Veðrið lék við okkur, glampandi sól, logn á köflum annars hægur andvari, en nokkurt frost. Eins merkilega og það hljómar sást ekki ísmoli á sundunum, auður sjór svo langt sem augað eygði.
Sett var á flot vestan megin eiðisins og róinn Geldinganess-Þerneyjar hringur, heilir 9.5 km.
Þau sem réru voru Andri, Gummi B., Gunnar Ingi, Þorbergur, Leifur, Jón Kristinn, Smári og Elín auk undirritaðs. Allir vanir ræðarar, nema Elín, og er hún velkomin í hópinn.

Með kveðju
Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2019 18:18 #2 by Páll R
Það er spáð hæglætisveðri, 2-5 m/s austan-suðaustan. Það getur þó munað um það í vindkælingu í því frosti sem búast má við, 3-5 gráður. því er betra að búa sig vel. Vonum að ísalög hamli ekki sjósetningu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum