Google+ myndasmiðir

12 feb 2019 15:25 - 12 feb 2019 15:27 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Google+ myndasmiðir
Gott að Gunnar Ingi er með yfirsýn, þó að okkur Bjarna finnist málið vera 'kompliziert'.

Það er ekki skemmtilegt að vera háður þessum netrisum og gott að sjá möguleikana sem er um að velja. Mér finnst Facebook ekki henta fyriir umræður um afmörkuð efni, Fésbókarspjall er frekar eins og að sitja í heita pottinum þar sem umræðan fer úr einu í annað, nýr pottormur kemur inn í samræður um t.d. rekstur bankanna og segir "já eins og fiskbúðin í hverfinu mínu, er aldrei með gullfiska" eða eitthvað sem tengist umræðunni ekki neitt.

Við þurfum 'kork' þar sem tilkyningar og fréttir eru settar á með "teiknibólum", við þurfum fréttablað þar sem skemmtilegar frásagnir og myndir birtast, við þurfum smáauglýsingar fyrir vörur en einnig með leit að róðrarfélaga. Svo þurfum við efnisþræði þar sem reynsla og þekking annarra kemur okkur til hjálpar varðarndi búnað, tækni, verkkunnáttu og fleira. Þetta efni þarf að vera auðvelt til að leita í og sjá gömul svör og setja inn nýjar spurningar. Ég kann ekki vel á Facebók en ég sé ekki fyrir mér að hún henti fyrir efnislega umræðu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2019 13:12 #2 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Google+ myndasmiðir
Einhvern veginn hefur mér þetta alltaf hljóma eðlilegar á frummmálinu: Warum machen etwas einfach wenn man es kompliesieren kann ?

En að því slepptu, mun maður þá, ef af yrði, þurfa að vera á fésbókinni til að hafa þessi samskipti við klúbbinn ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2019 12:38 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Google+ myndasmiðir
Hvers vegna að hafa hlutina einfalda þegar hægt er að hafa þá flókna.
Google+ og Google-photos er sitthvor varan hjá Google. Ég skil þá þannig að sú fyrrnefnda sé að hverfa. Google+ átti að keppa við Facebook en náði ekki flugi.

Svo eru breytingar hjá Flickr sem við notum fyrir myndir kúbbsins. Eftir að Flickr var yfirtekið af Smugmug þá vantar nýja eigandanum aur og ætlar að rukka þá sem eru með 1000+ myndir. Við erum með 3000+.

Líklega látum við ekki undan og finnum annan stað (facebook er líklegust í augnablikinu), en þetta er opið til umræðu.

Mig langar að létta á heimasíðunni og færa mikið yfir á facebook. Korkur og sölusíða yrðu hópar á facebook undir facebook-síðu klúbbsins. GPS slóðir færðar á Wikiloc.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2019 11:47 #4 by Gíslihf
Goggle hefur sent út tilkynningu um að Google+ myndabankinn verði lagður niður og allir sem geyma þar myndasöfn sín þurfi að sækja myndirnar, því að öllu verið smám saman hent frá og með apríl.
Sjálfur á ég ekkert þarna nem ein og ein mynd hafi slæðst þangað sem ég geymi annars staðar. Hins vega hef ég oft skoðað fjölda mynda frá ykkur eftir ferðir í Google+ og hugsanlega er Kayakklúbburinn með eitthvað þarna sem ekki ætti að glatast.
Kíkið á málið - ég er svolítið ruglaður í öllum þessum þjónustuaðilum og skýjasöfnum. Það líður varla sá dagur að ekki berist e-mail frá einhverjum þeirra um presónuverndarskilmála, notendasamninga eða annað sem þarf að samþykkja, beiðni um að ég sanni hver ég er af því að ég notaði farsíma í þetta sinn en ekki fartölvu, breyta lykilorði til öryggis vegna netþrjóta - maður er farinn að verða þreyttur á öllum þessum "þægindum".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum