Vinnudagurinn - 2019 - laugardaginn 18. maí

20 maí 2019 09:23 #1 by Ingi
Já Gísli það er alltaf smá vorfílingur í þessu hjá okkur og heilmikið sem liggur eftir hópinn sem vinnur sleitulaust þangað til Össur segir stopp. Það fóru 6-7kg af kótilettum í ár og það er met. Annað met var að það safnaðist bara í hálfan poka af rusli úr nágrenninu ég hef það eftir Reyni að oft hafi komið nokkrir pokar fullir eftir sömu tiltekt.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2019 11:49 - 19 maí 2019 11:54 #2 by Gíslihf
Vinnudagurinn er eiginlega vorhátíð í mínum huga. Það er einhver gleði sem fygir því þegar allur þessi hópur leggst á eitt og gerir sitt besta. Eðlilega reynir á undirbúning og skipulagningu til að virkja okkur hin en alltaf næst góður árangur þó trúlega sé eftir listi um eitt og annað sem þarf að muna síðar. Eg missti af hinni rómuðu kótilettumáltíð, því að ég fór í mat sem flóttakona frá Sýrlandi útbjó til fjáröflunar fyrir börn sín og aðra stríðshrjáða í borg, þar sem enn falla sprengjur.
Það fylgir því einhver nánd eða vinátta að borða saman og lesið hef ég þá skoðun að einmanaleiki og depurð fylgi kynslóð hraðans, sem neytir skyndibita ein síns liðs með hraði í dagsins önn.
Skemmtileg andmæli inn í þessar vangaveltur er svo minningin frá heimili okkar Lilju, þegar við þurftum að setjast milli tiltekinna barna okkar við matborðið til að ekki væru of mikil átök í gangi :) Við þekkjum öll að hundur og köttur eiga sjaldan vinafund við matskálina!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2019 17:50 #3 by Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2019 17:07 - 18 maí 2019 17:09 #4 by Össur I
Það voru mjög margir sem létu sjá sig í morgun vorum við að giska á að þegar sem flest var höfum við örruglega verið að nálgast 40 stk.
Algjörlega frábært og hellingur sem við náðum að koma í verk þó veðrið hafi nú alveg mátt vera þurrara :)
Gleymi alveg að taka myndir, en hérna að neðen eru þær fjórar sem ég tók 

HÉR 

Takk kærlega fyrir daginn allir, 

VEL GERT

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2019 12:33 #5 by Ingi
Þar sem að við teljum okkur umhverfisvæn þá legg ég til að við hættum að nota plast hnífapör og glös og komum bara með okkar eigin margnota dót. Það endar þá ekki í fjörunni...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2019 12:17 - 17 maí 2019 12:19 #6 by Össur I
Við ætlum að halda vinnudegi til steitu þó veðurspáin sé tvísýn.
Ingi er á leiðinni í COSCÓ að kaupa kótelettur, þannig að það er ekki að klikka.
Við ætum að mæta snemma 9:00 því það á að byrja að rigna um tvö.
Hlökkum til að eiga skemmtilegan dag með góðum félögum.

kv Nefndin :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2019 10:34 #7 by Larus
Aðstaðan var smúluð og þrifin i gær eftir félagsróður þannig að allt á að vera þurrt og klárt fyrir morgundaginn,

Guðni Páll,  Helga, Unnur og undirritaður unnu sér inn auka kótelettur.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2019 20:52 #8 by Ásgeir G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2019 17:41 #9 by Sveinn Muller

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2019 14:35 #10 by Kolla
Ég mæti og reyni að gera eitthvað gagn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2019 07:06 #11 by Þorbergur
Hafði reiknað með að mæta, en á von á stuttri óvæntri heimsókn og kemst trúlega ekki. 
Kveðja Þorbergur. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2019 22:27 #12 by bjarni1804
Kannski, gæti alveg verið.  En ef það verður, þá fá bara þeir sem mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2019 21:24 #13 by GUMMIB
Er verið að tala um pönnusteiktar kódilettur í sméri með raspi, ora baunir og rauðkál?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2019 14:45 #14 by Guðni Páll
Mæti.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2019 11:01 #15 by Larus
jebb.....ég mæti

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum