Eiði og Klapparvör

20 júl 2019 14:43 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Eiði og Klapparvör
Eiði. Það er nú frekar ömurlegt nafn á þessu býli.
En verður þú Unnur ekki að fara í smá leiðangur með félögum til að finna þessa heitu uppsprettu þarna á Geldinganesinu?
Væri það nú ekki frábært að koma upp aðstöðu þar þegar okkur verður ólíft á eiðinu með 6 akreina hraðbraut yfir höfðinu?
k.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2019 16:53 #2 by RAD
Replied by RAD on topic Eiði og Klapparvör
thank you Gisli :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2019 14:51 #3 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Eiði og Klapparvör
Takk fyrir þennan fróðleik og annan Gísli.
Hlakka til næstu fróðleiksmola um róðrasvæðið okkar :-) 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2019 13:45 - 15 júl 2019 13:48 #4 by Gíslihf
Þegar farið er niður á Eiðið þar sem aðstaða klúbbsins er má sjá tóttir í brekkunni á vinstri hlið. Það munu vera fornleifar og þar stóð smábýlið Eiði áður fyrr. Eiðið sem tengir land við Geldinganes heitir Eiðsgrandi og víkin altt að Fjósaklettum heitir Eiðsvík. Aðstaða okkar er ekki í Geldinganesi, heldur á Eiðsgranda eða eiðinu við Geldinganes.

Kajakskólinn er oft með nemendur í víkinni innan við bryggjustólpana, sem standa út í sjóinn skammt vestan við eiðið, sú vík heitir Klapparvör en fyrsti klettahöfðinn vestan við eiðið er Klapparnef. Áður var önnur Klapparvör nær miðbæ Reykjavíkur, en hún er nú horfin eftir að Sæbrautin var lögð með uppfyllingu utan við gömlu Skúlagötu. 

Hér fylgir kort með þessum heitum. Lesa má um Eiði og önnur eyðibýli í Reykjavík í ritgerð Oddgeirs Ísakssonar, Minjar undir malbiki.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum