09-11 ágúst – Breiðafjörður

19 ágú 2019 23:51 #1 by sveinnelmar
Henti í eitt stutt vídeó.
Hefði viljað hafa meira rough stuff þarna en það var bara nóg annað að gera en að vera að taka upp vídeó :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2019 16:49 #2 by Helga
Bestu þakkir fyrir frábæra samveru um síðustu helgi. Fararstjórnin var framúrskarandi hjá Guðna og Lárusi enda efast ég um að nokkur maður þekki Breiðafjörðinn og kayakmennsku á Íslandi jafnvel og þeir tveir. Með sér höfðu þeir svo Svenna, Gunna og Gísla svo þetta var einvalalið sem við hin gátum treyst á í öllum látunum. Þetta var karlaferð þar sem ég var undantekningin sem sannaði regluna og ég skil ekkert í kynsystrum mínum að láta ekki sjá sig. Þetta var virkilega flott ferð sem ég gleymi seint. Frábært róðrasvæði, mögnuð náttúra og frábær félagsskapur - takk fyrir mig og konur í kayakklúbbnum - þið misstuð af miklu!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2019 16:48 #3 by gsk
Sömuleiðis, takk fyrir samveruna um helgina.

Hér skipti máli gott skipulag, ósérhlífni og góð samstaða. Allt þetta var til staðar.

Guðni og Lárus alltaf flottir.

Takk fyrir mig,
Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2019 12:53 #4 by jonkr
Sammála Sveini. Sturluð ferð. Ég fór vel út fyrir þægindaramman og lærið mikið á þessu. Fararstjórarnir stóðu sig vel og ég er búinn að panta mér muurikka pönnu :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2019 01:31 #5 by sveinnelmar
Algjörlega sturluð ferð.
Fararstjórn til fyrirmyndar sérstaklega við krefjandi aðstæður.

Takk kærlega fyrir mig.
Sveinn Elmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2019 00:13 #6 by Þormar
Skemmtileg og krefjandi ferð að baki í Breiðafjörðinn. Langar að þakka Guðna og Lárusi fyrir frábæra ferða/róðrastjórn og að halda þétt um hópinn ásamt Sveini Axel, Gunnari Inga og Gísla, þrátt fyrir erfiðar aðstæður á Sunnudeginum fann maður aldrei til óöryggis og er það þessum strákum að þakka.  Góð innlögn í reynslubankann, orkubankinn tæmdist og gott að vita hvar þolmörk manns liggja sem verður gott veganesti fyrir framhaldið.  Þakka svo öllum í hópnum fyrir samveruna.

ÞÞG

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2019 22:25 - 14 ágú 2019 13:04 #7 by Larus
Við vorum 11 sem lögðu út frá Stykkishólmi á leið i Hrappsey sem fyrsta legg i ferðinni,
veðurspáin var okkur ekki  mjög hagstæð 8 metra á  sek. af norðri sem gerði að ferðin þessa tæpa 9 km tók okkur um 3 tíma.
Þar sem landtaka i Hrappsey er erfið þegar
lágsjávar er var ákveðið að fara  í nærliggjandi eyju þar sem hópurinn tjaldaði á sléttum grasi vöxnum malarkambi.

Laugardagurinn var tekinn snemma og kl 10 var hópurinn lagður af stað norður með Hrappsey að austanverðu áleiðis inn Selasundið að Vesturstakki  þar sem land var tekið og nokkrir gengu hærri klakkinn til að fá frábæra yfirsýn
yfir allan Breiðafjörð, aðrir létu nægja að hvíla sig á laglendi.

Þaðan var róið i Purkey og enn blés hann af norðri svo þar sem ekki var skjól af eyjum þurfti að vinna sig á móti vindinum,
við sumarhúsið i Purkey var tekið hádegishlé i skjólgóðum garði við húsið.
Frá  Purkey er góð yfirsýn yfir Röstina sem skyldi þveruð eftir hádegið, en talsverður straumur
var inn fjörðinn,
Fyrstu leggina milli smáeyja var hægt að taka með því að róa
á móti straum og stefna kayaknum örlítið í þá átt sem ferð er heitið þannig að
straumurinn flytji bátinn yfir og frá síðustu eyju var róið þvert á staum og síðan
undan þannig að straumurinn bar hópinn austur fyrir eyjarnar  sunnan Rastar.
Þarna komu frábærir hæfileikar Guðna vel i ljós þegar hann leiðbeindi minna vönum ræðurum hvernig þeir skyldu
bera sig að.
 
Eftir þetta lá leiðin suður með eyjunum og inn á milli eyja áleiðis i Öxney þar sem tjaldað skyldi seinni nóttina.
Þegar þangað var komið hittum við hóp af pólskum ræðurum ásamt Magga Sigurjóns sem var með hópinn i þjálfun.
Eftir að tjöld voru komin upp leið kvöldið með matseld af ýmsu tagi og samveru þar sem
báðir hópar spjölluðu og skiptust á skoðunum.

Á sunnudeginum hafði bætt i vind eins og spáin gerði ráð fyrir,  ca 10 m. sek  sem varð meira þegar leið á daginn og straumurinn á móti okkur, við höfðum sammælst við Magga  um að hóparnir myndu fylgjast að i land.
Fljótlega þegar við komum á Breiðasund úr skjóli af eyjunum vorum við i rúmlega meters  hliðaröldu sem brotnaði  og hörku vindi á hlið,
sem eru erfiðar aðstæðum fyrir marga. 
Við náðum yfir Stapastraum i Skákarey með minniháttar veseni, einni björgun, drætti og
einum sjófylltum kayak sem þurfti smá aðstoð.

Eftir hádegis hlé var ákveðið að fara undan straumi og vindi til að freista þess að komast i betri aðstæður og meira skjól,
við rérum að straumnum Mannabana og lékum okkur þar góða stund.
Leiðin þaðan var á móti vindi sem reynist mörgum auðveldara en að róa i hliðarvindi en nú var vindurinn
og aldan það mikil að allt varð þetta frekar erfitt og tafsamt. En með þrautseigju,
töluverðum drætti og puði hafðist að koma hópnum i land við Þingvelli, bæ einn austan
Stykkishólms þar sem hluti hópsins valdi að taka land meðan restin réri rúman
kílómeter i bílana og skutluðu bílum til hópsins sem beið. 

Allar aðstæður i þessum róðri voru erfiðari en við höfðum reiknað með við að skoða veðurspá, við mátum hópinn nokkuð öflugan sem reyndist rétt. Kröfur sem gerðar eru til ræðara i þessa ferð duga þó illa nema veður og
sjólag sé mjög gott. Það er alltaf sú hætta á þessu svæði að veður versni og
það er eitthvað sem ræðarar þurfa að vera búnir undir.

Það er mikill munur á ræðurum sem geta bjargað sér i svona aðstæðum og svo hinum sem geta bjargað öðrum,
það er eftirspurn eftir slíkum ræðurum i ferðir klúbbsins  og við vorum svo lánsöm að hafa þrjá mjög öfluga aðila sem gátu aðstoðað okkur farastjóra, þá Gunnar Inga, Svein Axel og Gísla en án þeirra hefði ferðin ekki gengið upp.

Hópurinn var samheldinn og vann vel saman. Þeir sem réru voru:
Helga, Þormar, Indriði, Jón Kristinn, Kristinn, Sveinn Elmar, Sveinn Axel, Gunnar Ingi og Gísli
auk Guðna Páls og mín.
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2019 19:52 #8 by SAS
Frábær helgi yfirstaðin, með árlegri ferð í Breiðafjörðinn.   Það blés hressilega á okkur, sem bauð upp á krefjandi aðstæður.  Takk fyrir farar- og róðrarstjórnina Lárus og Guðni Páll, ykkar verkefni var ærið sem þið leystuð frábærlega. Læt þeim félögum eftir að skrifa ferðasöguna, en myndir sem ég tók er að finna hér 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2019 07:58 #9 by Helga
Ég mæti, Helga s. 888-2428. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 20:54 - 07 ágú 2019 20:56 #10 by Þormar
Jón kristinn kemur með mér.

Þannig að þá vantar kristni H. far með einhverjum og að mér skilst Söndru pláss fyrir bát.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 13:13 #11 by kristinnhardar@gmail.com
Ég mæti vantar far fyrir mig bátinn 
Kveðj
Kristinn H.
Síminn 8942970

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 12:41 - 09 ágú 2019 08:15 #12 by Helgi Þór
Ég mæti

Helgi Þór Ágústsson
7879922

-->> EDIT - Við Sveinn Muller mætum EKKI

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 12:32 #13 by Sveinn Muller
Mæti.

Sveinn Muller.
844 4240.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2019 09:14 #14 by jonkr
Er hægt að fá far með einhverjum á föstudaginn? 

Kveðja
Jón Kristinn Þórsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2019 19:45 #15 by SAS
Mæti
Kv
SaS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum