Hálfmaraþonið 2019

21 sep 2019 17:31 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Hálfmaraþonið 2019
Sæl
Ég hjólaði meðfram nánast allri brautinni einsog hægt var. Róðurinn að Gróttu hefur líklega verið skemmtilegur, hörku lens.

Þegar komið var fyrir Gróttuna hefur róðurinn þyngst, strekkingur á móti með tilheyrandi sjólagi, þumlungaðist á móti vindinum á hjólinu. Sjórinn róaðist þegar Örfirisey nálgaðist, vindurinn var í sama skapinu.

Þetta hefur verið hörkuróður, flott keppni óska öllum keppendum til hamingju vel gert.

Keppnisnefnd og allir þeir sem lögðu hönd á plóginn, virkilega vel að þessu staðið, vona að þið haldið áfram þó skiljanlega geti stundum verið erfitt að leggja á sig mikla vinnu við að því er virðist  við dræmar undirtektir.

Kv.
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2019 16:34 #2 by sveinnelmar
Replied by sveinnelmar on topic Hálfmaraþonið 2019
Takk fyrir mig.
geggjaðar pulsur og snickers 😆

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2019 15:07 #3 by Ingi
Hálfmaraþonið 2019 was created by Ingi
Mikill keppnisandi hjá þátttakendum hálfmaraþonsins í morgun. Aðstæður voru eins og búast má við hér á landi smá vindur sem hjálpaði til við að ná góðum tíma á fyrsta legg að Gróttu en að sama skapi erfiður á leggnum frá Gróttu og að Örfirisey. Sjávarstaða var eins og hún gerist best þ.e. hásjávað og keppnin fór að mestu fram á liggjandanum. 
Björgunarfélag Hafnarfjarðar var mætt á staðinn þegar við komum um hálf níu leytið og voru þeir með 8 manns og þrjá hraðskreiða og lipra báta til að gæta keppenda. 
Haft var samband við Reykjavíkurhöfn og þeir vissu um ferðir keppenda og sáu til þess að umferð um sundin tók tillit til keppenda. Allavega sá ég hvalaskoðunarskip taka mikla sveigju til að fara aftur fyrir einn ræðarann. 
Keppendur skiptust í tvo hópa og kom fyrri hópurinn á fleygiferð í Gróttu á sirka 40 mínútum og sá seinni á tæpum klukkutíma. Grótta var óárennileg í rauðabítið um morguninn en var byrjuð að slétta aðeins þegar fyrstu menn hálfhringuðu hana og fengu austanáttina í fangið og óð á súðum alla leiðina að Örfirisey  en slétt þaðan og í mark. 
Úrslit verða kynnt bráðlega en allir keppendur luku keppni með sóma og ég þakka öllum sem komu og aðstoðuðu okkur og hjálpuðu til að gera þennan dag með þeim skemmtilegri í sögu klúbbsins.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum