Sundabrautin

11 nóv 2019 18:36 #1 by Ingi
Sundabrautin was created by Ingi
Mér skilst að það eigi að leggja veg yfir aðstöðu okkar á eiðinu að Geldinganesi. Þá verða væntanlega gerðar landfyllingar undir þennan veg þar sem ekki verður gerð brú eða gerð jarðgöng. 'Eg hef ekki séð endanlega staðsetningu en ég held að reikna megi með því að vegurinn muni liggja þarna einhvernveginn yfir okkur eða í nágrenninu. 
Þá væri með litlum aukatilkostnaði hægt að búa til fínustu aðstæður fyrir straumkayakinn. Eins og við höfum séð undir Gullinbrú fyllist vogurinn þar fyrir innan og streymir svo þokkalega sterkur í nokkra metra. Ef þetta er haft í huga við gerð þessara mannvirkja væri örugglega hægt að búa til skemmtilegt svæði. 
Er það ekki?
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum