Skráning róðra og þjálfun

01 jan 2020 13:32 #1 by Gíslihf
Róður gamlársdags var róður númer 72 í róðrabók minni ('logbók') fyrir árið 2019. Sum árin voru það um 100 róðrar en nú hafði ég ekki farið á sjó í nær 4 mánuði fyrir gamlársdag. Eðlilega er þetta misjafnt hjá okkur milli ára, þar veldur heilsa, vinnuálag, skyldur, einkamál og önnur áhugamál og gerðir útiveru eða líkamsræktar.
Í flestum okkar býr einhver metnaður og jafnvel keppnishugur og óneitanlega þótti mér betra að komast á lista Örlygs yfir ræðara með yfir 200 km í bókinni okkar. Það voru mest róðrar í mars og ekki gefa námskeið sumarsins marga km.

Fyrir þá sem róðurinn er þjálfun fyrir styrk, þrek, liðleika og færni er ekki hægt að mæla með minni ástundun vikulega en einum léttum róðri fyrir liðleika og færni, einum erfiðari róðri fyrir styrk og þrek auka þriðja dags fyrir aðra almenna þjálfun svo sem fjallgöngur, lyftingar, líkamsrækt sérhæfða fyrir róður eða annað.

Þeir sem þetta gera væru þá ekki með minna en 500 km í bókinni :)

Annars óska ég öllum gleðilegs árs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum