Undiralda

14 okt 2020 13:22 - 21 okt 2020 08:17 #1 by Ingi
Undiralda was created by Ingi
Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað staða okkar er sérstök hér á sundunum við Reykjavík. Fyrir utan allar gerðir af vindbáru og hraglanda höfum við líka þessar öldur sem koma langt sunnan úr Atlantshafinu. Þessi undiralda sem við köllum eða brimalda er mörgum ræðurum í heiminum algjörlega ókunn. Miðjarðarhafið, Eystrasaltið, Norðursjórinn eru innhöf þar sem svona alda myndast ekki. Það var ekki mikið um svona suður í Namibíu þó hún sé opin fyrir úthafinu. Svona öldur finnast helst í Portúgal, Frakklandi, Írlandi  í Noregii og þá fyrir utan skerjagarðinn. Kannski syðst á Grænlandi en þar róa menn helst innan skerja og á milli fjarða. Hawaii og vesturströnd Ameríku en það er eins og með Noreg, stundum langt að fara útfyir eyjar og sker, þó ekki sunnar í BNA. Þessi undiralda sem við fáum allaleið uppað Geldinganesi er mjög sérstakt fyrirbæri í þessu sporti. Hér er myndskeið frá Rad þar sem þetta kemur ágætlega fram: 


www.windy.com/-Swell-swell1?swell1,2020-...715,-68.027,3,i:deg0

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum