félagsróð 19. jan

24 feb 2008 01:08 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 16. feb
8 mættu í morgun. Blankalogn þegar við lögðum af stað kl 10. Róið í austur frá eiðinu. Þegar var farið að sjá í Arnarhreiðrið gaus þessi líka jökulkaldi gustur á móti okkur. Ég sneri við, enda lítið sólginn í róður á annað borðið með tilheyrandi pusi. Ólöf sem var öflugst okkar var komin fremst og þar af leiðandi í mestu brælunni sneri við og fékk stóra öldu í fangið og fékk félagabjörgun frá Páli. Við Ásgeir vorum komnir hálfa leið heim þegar þetta gerðist. Stoppuðum í Þerney í smá kaffi stopp. Frekar lítið um fugla enn sem komið er en Ólöf verður að segja ef hún hefur séð hvort botgróðurinn í Kollafirði sé farin að grænka. :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 02:57 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Félagsróður 16. feb
Ég er til í næturróður í vikunni, ekki spurning. Bara ekki á mánudagskvöld, þá er saumó ... hjá konunni sko. En hvað um það - hér eru myndir úr síðasta félagsróðri. Á hvítum húðkeip er alíslenskur inúíti og í nærmynd er tiltölulega sjaldséður hvítur hrafn.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2008 16:07 #3 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Félagsróður 16. feb
Já fínn róður þetta.
Annars ætla ég að fara í næturróður í vikunni. Ef einhvern hefur áhuga þá er ekkert annað en að melda sig á korknum eða hafa samband við mig í síma 699 7375

Kv. Sæþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2008 01:38 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 16. feb
Það er greinilega kominn allharður kjarni sem rær hvernig sem viðrar. Það var frekar hlýtt miðað við árstíma. Sá einn selskóp við kaffivíkina okkar, annars bara fátt um fugla. Td sá ég ekki fýl eins og um þetta leiti í fyrra. Hmm. hvað er í gangi er einhver fuglafræðingur í hópnum? Kv. Ingi (það var að vísu einn vindhani en hann telst ekki með):sick:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2008 22:48 #5 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 16. feb
Félagsróður 16.02.2008

Níu manns byrjuðu þennan róður vestan megin af eiðinu. Tekinn var viðeyjarhringur rangsælis. Fínt veður
blés aðeins við norðvesturenda eyjarinnar. Stoppað á venjulega staðnum á eiðinu í Viðey þar sem sá
tíundi bættist í hópinn.

Almenn rólegheit einkenndu þennan róður þar sem sumir gáfu sér tíma til að bleyta á sér hausinn.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2008 02:53 #6 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Félagsróður 9. feb
Býsna góður róður bara, já, svei mér þá.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2008 02:51 #7 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Félagsróður 9. feb
Ég er ekki búinn að koma mér upp vefsíðu fyrir myndir þannig að ég dembi þessu bara inn hér.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2008 04:44 #8 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Félagsróður 9. feb
Hálf kuldalegt hjá ykkur. Gaman að sjá að við eigum svona bolta sem fara á sjó sama hvernig veður er.

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2008 22:22 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 9. feb
Nokkrar myndir síðan í dag er að finna á slóðinni picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_02_09Felagsrodur

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2008 19:34 #10 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 9. feb
Félagsróður 09.02.2008

Fjórir mættu í þennan róður. Lagt var upp vestan megin við Geldinganesið og byrjað að róa hringinn.

Þegar komið var norður fyrir nesið var stefnan tekin á Þerney og þaðan inn í Kollafjörð.

Stóran hluta af þessum róðri var landsýn takmörkuð eða engin vegna éljabakka sem gerðu vart við sig með reglulegu millibili og rifu upp vindinn sem beit hressilega í andlitið.

Ekta vetrarróður í febrúar.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2008 03:41 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsró 2. feb
Síðasti félagsróður féll ekki niður - þrír liðsmenn Júpíters mættu í þessu ágæta logni , Gummi B, Óttar og undirr. Austan megin var harðlokað en vestan megin aðeins skárra. þannig að út var róið í 270 g stefnu, beint á Þórsnes. En við rákumst ekki á Þórsnes eins og vanalegt er, heldur á ísbreiðu strax við Fjósakletta og var það ekki fyrsta ísbreiða dagsins. Í byrjun var nú gaman að þessu, ísinn þunnur og vel viðráðanlegur en síðan þykknaði í þessu og fyrr en varði vorum við í ótætisbarningi að lemja yfirborðið með árunum og ýta okkur í gegn. Svona gekk þetta aðeins og lengi. Ísinn náði allt norður á Eiðið á Viðey og ekki möguleiki að komast þar í land. Við vissum að við lundey og austan Geldinganess var allt pakkað og því má segja að við höfum verið á \"góða\" svæðinu. En svona fór þetta. Við rérum því heim en nokkuð fróðari eftir þetta sérkennilega ískönnunarbrölt. Og frostið var minna en maður reiknaði með, eða um 10 stig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jan 2008 17:24 #12 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 26. jan 2008
Félagsróður 26.01.2008

Páll Reynisson og undirritaður vorum þeir einu sem mættu í morgun. Tekinn var hefðbundinn Viðeyjarhringur. Smá puð á móti suðvestanáttinni í byrjun en þegar á leið minnkaði vindurinn.

Nokkuð stór og þung undiralda í langömmustærð sem small með glæsibrag á klettunum norðanmegin á eynni,
tilþrifamikil sjón.

Endað var með nokkrum veltum og öðru busli við gámana.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2008 20:58 #13 by SAS
Replied by SAS on topic Re:félagsróð 19. jan
Það er auðvelt að minnka myndir, t.d með ImageResizer frá Microsoft Powertoys sem er hægt að sækja á www.microsoft.com/windowsxp/downloads/po...oys/xppowertoys.mspx
nú eða með hefðbundnum myndvinnslu forritum.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2008 15:54 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:félagsróð 19. jan
Það fór fyrir lítið að taka símamyndir í téðum róðri. Koma of stórar fyrir þennan vef.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2008/01/21 10:56

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2008 22:13 #15 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re:félagsróð 19. jan
Já Örlygur helv... fínn róður í skrautlegum aðstæðum. Kaloríurnar hurfu hratt við þetta puð.

En blaðaljósmyndarinn var frá mogganum þannig að þaðan er einhvers að vænta fljótlega.

Guðmundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum