Raðróðrar

08 mar 2007 18:48 #1 by saethor
Replied by saethor on topic Raðróðrar
Mikið hljómar þetta vel!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2007 18:26 #2 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Raðróðrar
Já þetta var fín hugmynd hjá Jóa og mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu.

Ég tók ekki þátt í öllum þessum róðrum, en talandi um róður útifyrir norðanverðu Reykjanesinu þá
rérum við Baldur Pétursson einu sinni frá smábátahöfninni í Keflavík og enduðum við álverið.

Þetta er að mig minnir aðeins 30 km spotti og virkilega gaman að róa þetta. Þetta svæði er
hið fjölbreytilegasta frá sjó séð. Sanfjörur, klettar og hraun. Það væri alveg þess virði að
endurtaka þetta einn góðan veðurdag.

Gummi B.:unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2007 16:08 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Raðróðrar
Það var ekki síst fyrir þessi umæli Jóa að ég hélt þessum texta til haga, svo þessi góða heimild félli ekki í gleymsku, þarna er líka rakið með \"mynd\" og í máli hvernig aðal aðstaða félagsins var flutt formlega úr Nauthólsvíkinni uppá Geldinganes. Það er hellingur af gömlu efni sem mun núna tínast inn á síðuna smátt og smátt.

Góð hugmynd að endurtaka þennan raðróður í einhverri mynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2007 15:42 #4 by Orsi
Raðróðrar was created by Orsi
Raðróðrar klúbbsins 2002-2003 voru greinilega merkilegt framtak. Eitthvað rámar mann í umræður um þetta af eldgömlu síðunni en nú þegar búið er að líma þetta upp á Ferðasögum fær maður góða tilfinningu fyrir þessu. Heilmargar myndir eru til af þessu og augljóst að t.d. í 2. legg var sjór dálítið þrútinn.

Einn segir á sínum tíma um mikilvægi þess að hafa umfjöllun um hvern legg: \"...Þetta á eftir að verða mjög merkileg heimild um starf klúbbsins eftir fá ár.\"

Þetta var vel mælt hjá Óttari.


Það virðist líka hafa verið góð mæting í þessa róðra þegar athugað er að það var aðeins meiri fyrirhöfn að iðka þá en laugardagsróðra frá föstum punkti og sturtu strax á eftir.

Er ekki sjálfsagt að athuga hvort ekki mætti endurvekja þessa raðróðra með einum eða öðrum hætti? Gæti orðið gaman að raðróa nokkur skipti út í vorið og sumarið.

-Þetta gæti t.d. útfærst þannig að róið yrði þaðan sem frá var horfið á sínum tíma, þ.e. Þyrli í Hvalfirði (þá til baka þess vegna)
-Eða velja valda skemmtilega kafla frá Garðskaga á leiðinni í bæinn. (Raðróðrarmenn þess tíma ættu að geta bent á góða fallega leggi). Það þyrfti ekki að endurtaka alla 13 leggina, heldur kannski að brjóta aðeins upp eyjaróðra. Ég hefði t.d. fjandi gaman af að grípa í nokkra leggi í vor þegar kvöldróðrar byrja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum