Keppnisnefnd

26 mar 2007 18:18 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Keppnisnefnd
En hvað með eitthvað með að breyta stigagjöfinni til Íslandsmeistara þannig að reiknað yrði meðaltal stiga úr mótum og svo gefnir bónusar fyrir fjölda móta sem mætt er í? Þannig ættu allir að geta tekið þátt í keppninni til titils, en þeir sem tækju þátt í mörgum mótum fengju umbun fyrir.

Pæling

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2007 15:53 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Keppnisnefnd
Það skapast meiri keppni af þessu og þetta fyrirkomuleg getur opnað glufur fyrir okkur ræðara fyrir neðan topp 5 á að blanda okkur aðeins meira inn í baráttuna í efri hlutanum - ef manni tekst að mæta samviskusamlega á öll mótin að ekki sé talað um að harðari keppnismenn missi af eins og einu móti. Það er alltaf óskaplega skemmtilegt þegar það gerist, og við þær aðstæður getur allt gerst og meiri spenna skapast -en um leið er opnað fyrir þá spurningu, hvort Íslandsmeistaratitill endurspegli þá örugglega þann hraðasta á landinu á hverjum tíma? Ég ætla að treysta því fjandinn hafi það og segi 4 mót.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 mar 2007 03:02 #3 by Halli.
Replied by Halli. on topic Keppnisnefnd
Gott að fá komment á þetta að vestan!, en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þesu strax þar sem bessastaðabikarinn gildir ekki til íslandsmeistara þetta árið þannig að sömu reglur gilda áfram í sumar. En næsta sumar verður bessastaðabikarinn tekinn inn í íslandsmeistarakeppni og þá þarf að vera búið að ræða þetta. Væri gott fleiri tjáðu sig um þetta, bæði vestfirðingar og aðrir. Það er, á að breyta stigafjöf til íslandsmeistara í sjókayak þannig að stig fjögurra bestu móta hvers keppanda gildi til íslandsmeistara í stað þriggja eða ekki?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2007 23:44 #4 by Elín
Replied by Elín on topic Keppnisnefnd
Fyrsti póstur á nýja síðu. Til lukku með hana!

Var að lesa fundargerð keppnisnefndar og líst bara vel á.
Nema eitt: varðandi hvort 3 eða 4 mót skuli gilda til Íslandsmeistaratitils með það í huga að Ísfirðingar fái gefins sín stig fyrir mótið vestra.
Veit ekki hvað hinum Ísfirðingunum finnst um þetta en mér finnst þið borgarbúar líka þurfa að taka tillit til þess að sé farið fram á 4 mót erum við að sama skapi að gera okkur 3 ferðir suður á móti einni vesturferð hjá ykkur. Þetta finnst mér ansi mikið, þar sem sumarið er svo mikið meira en ein mótatörn og helgarnar eru fljótar að fara. Það þarf jú líka að koma fyrir ferðalögum í fleiri landshluta o.fl. o.fl.
Hvað finnst fólki almennt um þetta? Eiga 3 eða 4 mót að gilda?
Orðið skemmtilega stutt í þetta svo um að gera að fá hlutina á hreint :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2007 20:58 #5 by klami
Replied by klami on topic Keppnisnefnd
Sælir..

Glæsilegt að menn séu að taka til hendinn.

Tungufljótskappróðurinn hljómar skemmtilega, um að gera að hafa smá tilbreitingu í þessu. Þetta er áhorfendavæn útgáfa ef gott flæði er í mótinu. Það vantaði stórkostlega uppá það síðasta sumar, því miður.

Baráttukveðja:evil: Ragnar Karl

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2007 02:42 #6 by Steini SKI
Replied by Steini SKI on topic Keppnisnefnd
Já greinilega vandað fólk í keppnisnefnd og vönduð vinnubrögð.
Með svunturnar þá finnst mér persónulega það ætti að vera í skilgreiningunni á sjókayak að á mannopinu sé rammi fyrir svuntu og að svunta sé skylda í keppnum en val um hvort hún sé fest við bátinn eða ekki enda oft heitt undir henni á góðum dögum eins og Halli segir.:blush:
Og náttúrulega engin þörf á henni í Sprettróðrinum á Eiríki Rauða.

kv Steini í hólminum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 03:26 #7 by Halli.
Keppnisnefnd was created by Halli.
Fundargerð keppnisnefndar er nú aðgengileg á síðunni undir klúbburinn/nefndir/keppnisnefnd.
Þarna er ýmislegt sem gott væri að fá komment á frá sem flestum, svo hægt sé að hafa þessi mál í sem bestu lagi
Kv. Halli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum