Óska eftir skiptum

17 sep 2017 21:38 #1 by magnusbjorn
Hæ hæ, ég er nýr í sportinu og keypti mér í sumar þennan ágæta sit on top kæjak sem sjá má hér (reyndar er minn blár): www.ggsport.is/index.php?option=com_zoo&...tem_id=19&Itemid=119

Ég hef átt yndilsegar stundir á þessum bát en málið er bara að hann er dálítið stór fyrir mig og litla yarisinn minn. Ég óska því hér með eftir skiptum á minni bát. Minn er vel með farinn en og ég er alveg til í að taka ódýrari bát á móti, svo lengi sem hann passar betur ofaná litla bílinn minn. Þetta er sem sagt veiði kayak sem nánast ómögulegt er að velta, og ég er líka alveg til að skoða aðrar týpur.

Það væri gaman að heyra frá ykkur, ég er í síma 8691932 og bý úti á Seltjarnarnesi ef ykkur langar að koma að skoða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum