Laugardagsróður - Kjalarnes

16 maí 2015 19:39 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Laugardagsróður - Kjalarnes
Fantagóð ferð í fallegu umhverfi. Þessi staður hérna rétt við borgina uþb 45 mínútna akstur. Aðstæður voru með besta móti og stjórnin í öruggum höndum Hildar og Sveins sem var útnefndur róðrarstjóri og pönnukökugerðarmaður.
Frábært og takk fyrir okkur
Eva og Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2015 18:33 - 16 maí 2015 18:51 #2 by Hildur
Það voru 8 ræðarar sem fóru í þennan 11 km róður, Jónas, Guðrún, Ágúst Ingi, Eva, Guðni Páll, Ólafur, Sveinn Axel og Hildur. Í alla staði hin ágætasta ferð, logn og hið yndislegasta veður Þó gátu allir fengið eitthvað við sitt hæfi því vindurinn síðustu daga gerði það að verkum að heilmikið öldurót var við kletta og grinningar, svo hægt var að stunda rock hopping og surf, svona hver eftir sínum smekk. Einn datt í sjóinn og annar dró hann upp og einhver gleymdi sér við leik og þurfti að bjarga út fyrir klettagarðinn. Dýralífið allt í kring, selur, straumendur, kríur, margæsir, æðarfugl, mávar af öllum gerðum og svo mætti lengi telja.
Þakka kærlega fyrir samveruna og Sveini Axeli róðrarstjórnina.

Hér eru myndir

Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 13:42 #3 by Jónas G.
Ég ætla að mæta, er með laust pláss á toppnum fyrir bát ef einhverjum vantar far.

Jónas G.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 11:28 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Laugardagsróður - Kjalarnes
Mæti. Veðurspáin lofar frábæru róðraverðri, sól og logn. Hvað gerist það oft á Kjalarnesinu?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 11:14 - 15 maí 2015 18:31 #5 by Larus
Replied by Larus on topic Laugardagsróður - Kjalarnes
reikna ekki með að hjón úr breiðholtinu mæti .......). breytt plan

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 10:40 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Laugardagsróður - Kjalarnes
Okkur Evu líst vel á þetta.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 10:20 #7 by olihans
Ég mæti með honum Guðna mínum,
kv.
Ólafur

Ég ætla að mæta í þennan skemmtilega róður.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 09:47 #8 by Guðni Páll
Ég ætla að mæta í þennan skemmtilega róður.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2015 23:46 #9 by Hildur
Kvöldróður breytist í morgunróður :)


Sæl öll
Eins og áður hefur komið fram var ætlunin að boða með stuttum fyrirvara í Kjalarnesróður ferðanefndar þegar veðútlit væri hagstætt.og það er hún á næstkomandi laugardag.
Mæting austan megin við Klébergsskóla kl.10:30, laugardaginn 16.maí. Róið verður meðfram ströndinni fyrir nesið, tekið kaffistopp og til baka aftur. Róið verður 10 til 14 km. allt eftir veðri og áhuga. Frábært að upplifa þessa yndislegu náttúruperlu á höfuðborgarsvæðinu.
Ferðin hentar öllum, er flokkuð sem eins ára ferð.
Endilega skráið þátttöku hér á þessum þræði og ef þið viljið bjóða far eða auglýsa eftir fari, er þetta upplagður vettvangur til þess.

Hildur (sími 8991536, hildure@flensborg.is)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum