Dagsferð á Reykjanesskaga 14.Maí (Skráning)

15 maí 2016 20:24 #1 by Andri
Þetta hefur verið geggjuð ferð hjá ykkur!
Naga mig enn í handarbökin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2016 12:34 - 15 maí 2016 13:30 #2 by Guðni Páll
Jæja loksins komst ég að skrifa ferðalýsingu. En vill samt byrja á því að óska Úkraníu til hamingju með glæsilega sigur.

En það voru sex eld hressir ræðarar sem mættu til leik kl 11:00 í Stóru-Sandvík og var áætlað að róa þaðan að golfvellinum í Grindavík (Staðarhverfi)
En veðurspá hafði lofa okkur eins góðu veðri og hægt væri að fá á þessum slóðum og vitið menn hún reyndist rétt og fengum við flott veður allan tíman, sjólagið var heldur meira en við áttum von á en ég hugsa að það hafi verið um 1 meter en endurkastið gerði það aðeins erfiðara. En við tókum gott kaffistopp í landi beint á móti Karli. Þar hittum við hana Hildi sem er formaður ferðanefndar sem ætlaði að fylgjast með okkur á meðan róðri stóð. Þaðan lá svo leið okkur eftir Reykjanesinu að Golfvellinum í Grindavík. Það gerðist nú ekki mikið í þessari ferð en það er alltaf ánægjulegt að róa þetta svæði. Mikið af sjá og skemmtilegar aðstæður oft á tíðum.

Það er kominn slatti af myndum af þessari ferð hérna fyrir neðan.
picasaweb.google.com/111078593680055081829/6284908883465135185


Þeir sem tóku þátt í þessari ferð voru
Lárus,Gunnar,Svenni,Smári,Vigfús,Guðni

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2016 20:51 #3 by SAS
Þið misstuð að miklu.

Myndir
picasaweb.google.com/1002751521337239470...er=0&feat=directlink

Takk fyrir frábæra skemtun

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2016 22:30 #4 by eymi
Kemst því miður ekki :( ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2016 21:48 #5 by Guðni Páll
Jæja þá er kominn loka mynd á þetta hjá okkur. Brottför kl 10:00 frá Reykjavík og förum beint í Sandvík. Svo mun Hildur vera á ferðini og sækja nokkra og skutla þeim til baka í Sandvík og þar reddum við okkur svo. Ég reikna með að akstur í Sandvík taki um 35-45 min. Hlakka til að sjá ykkur.

Kv Guðni Páll
6641264

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2016 20:40 - 13 maí 2016 20:47 #6 by Gunni
Ég skal taka þig með ef þú kemur bát til mín í kvöld eða ca 9:30 í fyrramálið. Hringdu 899-3055

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2016 16:48 #7 by smari
Ég mæti, enn mig vantar far

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2016 10:13 #8 by Guðni Páll
jæja þá er komin þokkalega góð mynd á veður og sjólagsspá. Hún er með besta móti á morgun og ætti þetta því að verða flottur dagur á þessu svæði.

Veður spá fyrir 14.Maí
2-6 M/s Norð -Vestan Skýjað 9 stiga hiti gæti dropað einhvað aðeins á okkur.

Ölduspá fyrir Reykjanesið.
Sandvík 0.5 M
Grindavík 0.2 M
Mikið betra verður það ekki þarna.

En planið er að legga af stað frá Stóru-Sandvík um KL 11:30.
Við þurfum að skilja 1-2 bíla eftir við Golfvöll Grindavíkur akstur þangað tekur um klukkutíma.
Líklega er því gott að leggja af stað frá Rvk um 10:00.
Gott væri að fá að vita heildar skráningu og hverjir geta farið á bílum hérna í þessum pósti.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2016 11:37 #9 by Gunni
déskoti er líklegt að ég fari í þessa ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2016 19:23 #10 by Vigfús

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2016 07:55 #11 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2016 23:18 #12 by eymi
Stefni á þátttöku :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2016 22:22 #13 by Andri
Þetta verður spennandi ferð.
Ég kem ef ég hef möguleika á því.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2016 22:03 #14 by Guðni Páll
Já þetta er frábært svæði. Og aðstæður líta mjög vel út á laugardaginn.
En þar sem námskeiðinu hans Magga hefur verið frestað þá vona ég að þú komir með okkur.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2016 14:25 - 09 maí 2016 14:26 #15 by Gíslihf
Þetta er spennandi leið sem mæla má með þegar aðstæður leyfa, enda er ekki alltaf fært fyrir Reykjanestána.
Við Guðni Páll erum búnir að róa þarna tvisvar, ég 2009 og 2013 en hann tvisvar árið 2013 ef ég man rétt.
Því miður get ég ekki verið með nú, m.a. vegna námskeiðs í skyndihjálp sem Maggi stendur fyrir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum