Áramótaheit og markmið

29 des 2016 20:51 #1 by olihans
Replied by olihans on topic Áramótaheit og markmið
Sértæk, mælanleg og skrifa þau niður

Fyrir ári setti ég mér 2 markmið í róðrinum og skrifaði þau niður á desktopið á tölvunni.

Ná tök á veltunni
- Einföld velta, hægra og vinstrameginn
Auka sjálfstraust á sjónum
- Róa einn og komast heill heim


Ómerkileg markmið fyrir margan ræðarann, en alveg eins og hafið heillar þá er fátt sem ég er smeikari við.
Tók mig tvo daga að mana mig upp og undirbúa mig öryggislega að fara einn í fyrsta skipti.

Markmiðin skulu vera við þitt hæfi og mælanleg út frá þínum árangri

Hér eru tvö stutt video til að geta strokað þessi tvö áramótamarkmið 2016 út af desktopinu og sett mér ný fyrir 2017:



Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2016 17:28 #2 by Gíslihf
Hér er klippt og límt úr (raf)bókinni minni: Sá sem ætlar að ná markmiði þarf að meta hvað er viðráðanlegt, vinna markvisst að því og láta það hafa forgang. Sá sem lætur ýmsa aðra hluti leiða sig afvega og lætur markmiðið ekki hafa forgang nær aldrei torsóttu marki.

Nú koma áramót og þá er spurningin bara hvort einhverjir setja sér skemmtileg markmið í tengslum við róðrarsportið.

Mér dettur t.d. í hug: Að verða kajakmaður ársins 2017! eða eitthvað annað.

Sumir segja að allir geti náð markmiðum sínum - vonandi setja þá ekki tveir sér þetta markmið :(

Svo er það jákvæða uppeldisfræðin sem segir " þú ert best/ur" og þá er ástæðulaust að leggja hart að sér!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum