Félagsróður, laugardaginn 30. desember

30 des 2017 18:58 #1 by Klara
Sumir tóku kuldabola meira í nefið en aðrir, með veltu :-)
Ég hugleiddi í örskamma stund að gera hið sama en skynsemin var fljót að ná yfirhöndinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2017 13:15 #2 by Páll R
Við Klara og Gunnar Ingi tókum kuldabola í nefið í morgun. Vindur var heldur minni en spáð var og rérum við einn Viðeyjarhring, svona til upprifjunar.

Óska ég svo öllum róðrarfélögum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjustundir á sundunum á árinu sem er að líða.

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2017 16:57 #3 by Páll R
Er bókaður róðrarstjóri á þeim Drottins degi 30. des 2017.
Það er útlit fyrir kalsaveður, ANA 6-8 m/s og jafnvel upp í 10 m/s og 3 til 4 gráður í mínus. Það er því vissara að búa sig vel.
Gott að kæla sig niður fyrir gamlaársróðurinn daginn eftir, en þá má búast við mun lygnara veðri, en meira frosti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum