Fræðslufundur

30 apr 2018 15:23 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fræðslufundur
starboard; stjórnborði - hægri.
port; bakborði - vinstri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2018 13:56 #2 by SPerla
Replied by SPerla on topic Fræðslufundur
Var að taka prófið, eina villan mín var varðandi áttirnar "Which direction should the following vessel turn to?". Nú spyr ég mér fróðari menn, hvað þýðir port og starboard í þessu samhengi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2018 16:42 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fræðslufundur
Stórfínt próf. Ég tók það í skyndi. Gerði eina vitleysu, varðandi litasamsetningu norður og suðurs. En lærði það þá að: suðurkard. er gulur ofan og svartur neðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2018 14:42 - 29 apr 2018 14:43 #4 by Þormar
Replied by Þormar on topic Fræðslufundur
Var einmitt að glugga í púnktana þegar þú póstaðir þessu inn Örlygur. Svo getur maður, og kona, tekið skyndipróf í þessum fræðum á þessari síðu.
www.lovesailing.net/sailing-tests/sailin...6DD84B25478FC0FBCE5/

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2018 13:44 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Fræðslufundur
Set inn upprifjunarmynd af Cardinal marks.

Athugið að kardínálarnir eru að tala við skipa- og bátaumferð. Sem þýðir að kayakræðarar sem halda sig t.d. SUNNAN við Norðurkardínálann - eru ekki fyrir bátaumferð.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2018 23:30 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fræðslufundur
Fundurinn tókst með ágætum og félagar okkar þrír, Maggi, Sveinn Axel og Örlygur fluttu okkur, um 15 fundargestum, fróðleik af góðri þekkingu og áheyrilega. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Ekki fengu þeir samt kaffi hjá mér, það verður við eitthvert annað tækifæri.

Einhverjum kunna að hafa vaxið í augum þessi fræði, en góð eru þau og gangleg :)

Fram kom að suma kann að vanta sjúkraböggul, viðgerðarsett og sjókortaforrit eða tæki með staðsetningarhnitum svo sem GPS eða annað.
Svo er ekki víst að allir séu komnir með toglínu, lensidælu, hjálm og fleira sem gott þykir að eiga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2018 22:19 - 26 apr 2018 10:56 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Fræðslufundur
Við fáum eftirfarandi félaga til að fara yfir efnið með okkur:
  • Magnús Sigurjónsson
  • Svein Axel
  • Örlyg Stein
Auk þess verður Guðmundur S. með innlegg um VHF samskipti við Gæsluna og við skoðum myndbrot ef tími vinnst til.

Sjáumst kl. 20 - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2018 14:40 #8 by Gíslihf
Fræðslufundur was created by Gíslihf
Það verður fróðlegt efnið á fræðslufundi okkar á fimmtudagsskvöld og hann er kynntur í frétt hér á forsíðunni.

Einnig er kominn viðburður á Facebókarsíðu klúbbsins ( www.facebook.com/events/460808101017669/ ) sem gjarna má skrá sig á - svona meira til að vekja athygli á efninu en að það þurfi að skrá sig. Bara mæta kl. 20 Engjavegi 3 þar sem ÍSI og siglingasambandið er með skrifstofur.

Kveðja - Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum