Næturróður 6.feb

19 feb 2008 15:40 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Nætróð gærkvö
Þetta varð þrumugóður náttfataróður. Þrír júppar réru út, Guðni, Sæþór og undirr. Róið meðfram Ægissíðunni í fínu lensi, ca 5 km vegalengd. Síðan var vindurinn orðinn árvíti hvass þegar heim átti að halda. Heimleiðin sóttist því nokkuð seint. En vægast sagt hörkupus og ágætis juðerí. Og ofan í kaupið heimtaði Sæþór björgunaræfingu í ölduganginum. Komið heim í geymslu um ellefuleytið.
Engin vanþörf á að vera með nóg af ljósum, það var óttalega dimmt yfir í gær. (oft er furðubjart ef snjór og tungl lýsa upp hafflötinn - en hvorugt hjálpaði til í gær)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 23:47 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Næturróð í kvö
Mæti.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 21:23 #3 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Næturróð í kvö
Mæting 20:30 niður í Nautó.

Kv. Sæþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 21:11 #4 by Guðni.Á
Replied by Guðni.Á on topic Re:Næturróð í kvö
Ég er til í að róa með ykkur. Er mæting kl 20:30 ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 16:20 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróð í kvö
Fyrsti næturróður vikunnar er kominn á teikniborðið í kvöld. 20:30 við Nauthólsvík. Skráðir eru Sæþór og Orsi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2008 22:25 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Næturróður 6.feb
Fyrr má nú vera glæsileikinn í ljósmyndun þessa dagana. Frábærar myndaseríur. Það var svo mikið um ljósmyndaflöss í þessum túr að maður hélt að maður hefði óvart villst inn í brúðkaup.
Sjáumst í Perlu á morg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2008 06:00 #7 by palli
Replied by palli on topic Re:Næturróður 6.feb
Fínn róður - 5 mættir: Sæþór, Örsi, Ari, Andri, Palli Gests. Rerum út eftir Ægissíðu og svo í skemmtilegri kviku og klakahröngli út í Hólma. Þar var áð og Sæþór bauð upp á dúndur sveppasúpu úr hitabrúsa.
Myndir á picasaweb.google.com/palligests/20080206_Naeturkayak

Birtan á þessum myndum minnir reyndar ekki mjög á næturróður, það er bæði vegna þess að það voru él að ganga yfir sem lýstu allt upp og einnig er þessi myndavél ágætlega ljósnæm.



Post edited by: palli, at: 2008/02/08 01:00<br><br>Post edited by: palli, at: 2008/02/08 01:02
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2008 21:00 #8 by saethor
Næturróður 6.feb was created by saethor
Setti inn nokkrar myndir frá næturróðrinum sem farin var í gær.

Kv. Sæþór

picasaweb.google.com/saethor

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum