DVD Myndir

17 apr 2008 15:34 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:DVD Myndir
Djöfull ertu duglegur í þessu Steini. Það væri kannski pæling að halda félagsfund þar sem menn horfðu saman á valda kafla úr þessu safni.

En ég verð á Íslandi í byrjun mai, 2-13 minnir mig. Ertu til í að geyma eintak af þessu fyrir mig, svo ég geti eflt trúboðið hérna í útlöndum.

Ég er að verða búinn að sannfæra alla hérna úti um að Ísland sé staðurinn til að róa á, first decent í hverri sprænu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2008 14:02 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Re:DVD Myndir
Kominn er út “nýr diskur”: Kayak á Íslandi 1997 – 2001. Endilega takið ykkur eintak.

Haldið verður áfram að bursta rykið af gömlu efni enda er nauðsinlegt að forða því frá glötun, maður krossar bara fingur í hvert skipti sem sett er VHS spóla í tækið og vonast til að mynd birtist á skjánum, ég tala nú ekki um þegar þrædd er slitin filma í gömlu 8mm vélina hans afa, en þetta efni er nú allt að verða komið inn í tölvuna, svo er bara spurningin hvernig við gerum þetta efni aðgengilegt á netinu.

Vorferðin í Hvítá með sjóbátafólk var sett á í tvennum tilgangi; Hrista hópana saman og ekki síður til að bæta tækni þeirra sem róa á sjó, því það er nú einu sinni þannig, því miður, að fólk kemst frekar upp með lélega tækni á sjó, en í straumnum er mönnum refsað grimmilega fyrir. Vonandi verður þessi ferð á dagskrá í vor, hvet ég þá sjábátafólk til að mæta, vonandi verða einhverjir straumfélagar á staðnum ??

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2008 12:23 #3 by jsa
Replied by jsa on topic Re:DVD Myndir
Ég er alveg sammála því að mikilvægt er fyrir klúbbinn að hrista vel saman sjó og straum anganna og það ætti ekki að þurfa að vera erfitt.

Hérna í gamladaga í kringum 2001 var alltaf hellingur af sjóbáta liði sem mætti í byrjendaferðina í Hvítá, sem þá var oft kölluð sjóbátaferðin í Hvítá. Svona sameiginlegar ferðir séu akkúrat það sem virkar til að koma fólki saman.

Núna er t.d. stefnt að því að halda sjókayakmót fyrir austan. En fyrir austan er einmitt ein mesta straumkayakperla Íslands. Þangað hafa verið farnar margar pílagrímsfariri straumkayakræðara og mörg fyrstu skref í straumkayakróðri á landinu verið stigin þar. Mér finnst því borðliggjandi að straumkayakfólk fjölmenni á sjókayakhátíðina, rói Eyvindaránna og fleiri góðar og grilli svo og drekki bjór með sjókayakliðinu.

Ég er líka sammála því að sjókayakfólki hefur farið mikið fram síðan að ég byrjaði að róa árið 2001. Ég man eftir sjókayakræðurum á einni af síðustu útisundlaugaræfingunum ræða um þetta töfrabragð sem að veltan var. Þetta fannst þeim ótrúleg lagni og jaðra við sýniþörf að vera að æfa þetta fyrir framan almúgann :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2008 00:59 #4 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:DVD Myndir
Kannski upplagt að bjóða uppá svona nudd á sundlaugaræfingunum.B)

Ég hef tekið þátt í fleiri en einni ferð með sjófuglana niður Hvítá. Veit satt að segja ekki hvort þetta er iðkað ennþá en þessar ferðir voru skemmtilegar.

Það \"móment\" sem er hvað ferskast í minninu er þegar adrenalínfíkillinn hún Anna María bakkaði niður Faxa - á kolröngum stað. Mér vitanlega hefur enginn þorað að endurtaka þann leik.

Hárrétt hjá Orsa að þetta eru skemmtilegar heimildir sem ber að varðveita.

Sjálfum þykir mér mest gaman að sjá þróunina sem orðið hefur hjá okkur straumöndum síðustu tíu árin. Eitthvað sem að sjálfsögðu er ekki bundið við Ísland.

Hluti af því er t.d. gráðunin. Það sem einu sinni var gráðað class 5 er kannski bara class 4 í dag. Tek þetta bara sem dæmi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2008 23:43 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:DVD Myndir
Ég tók eintak af myndunum í gær og horfði á. Í stuttu máli eru þetta stórmerkilegar heimildir og frábært efni. Það hefur kostað nokkra fyrirhöfnina að skjóta þessi vídeó í áranna rás og þeir sem ómökuðu sig við það eiga þakkir skildar.

Tvennt kemur upp í hugann eftir áhorfið, þ.e. hin mikla þátttaka á viðburðum klúbbsins fyrr á tíð, s.s. maraþonin, að ekki sé talað um 20 ára afmælisróðurinn. Það var svartur sjór af ræðurum svei mér þá. Síðan öll þessi skot þar sem WW fólkið er að leika sér í ánum bókstaflega með heilu hópana af áhorfendum á bökkunum. Þrumustuð það.

Annað sem kemur upp í hugann er hvað WW fólkið var búið að tileinka sér mikla færni strax á fyrstu árunum. Það virðist sem þeir hafi strax vanið sig á tækni og aftur tækni á meðan sjóbátafólkið fór ekki að leggja eins mikla áherslu á þann þátt fyrr en greinin hafði dafnað um nokkurt árabil. Ég hugsa að greinarnar þurfi nú að fara nudda sér svolítið meira saman.

Eftir áhorfið er maður enn sannfærðari um gagn og gildi þess að bjóða upp á reglulegar sundlaugaræfingar en á hinn bóginn er hálfpartinn leitt að þátttakan skuli ekki endurspegla það stóra skref að klúbburinn skyldi fá aðstöðu í innilauginni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2008 22:37 #6 by Steini
Replied by Steini on topic Re:DVD Myndir
Ný sending komin, endilega takið eintak.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2008 20:47 #7 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Re:DVD Myndir
Steini er möguleiki að Kaj geti fengið eintak af þessum kræsingum. Kajakkveðja að austan

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2008 22:11 #8 by Steini
Replied by Steini on topic Re:DVD Myndir
Þeir eru enn á lífi það ég best veit, þrátt fyrir að leggja sér sviðakjamma og hákall til munns.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2008 21:35 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:DVD Myndir
Flottir diskar.B)
Þetta eru svakalega svalir gaurar þessir tjallar þarna í há5 þættinum. Eru þeir enn á lífi?
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2008 15:37 #10 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:DVD Myndir
Sæll Steini!

Mig langar svakalega til ad eignast thetta efni en hef ekki færi á thví ad mæta í Geldinganesid.

Er einhver møguleiki á thví ad nálgast thetta?

Mátt gjarnan senda línu á mig á joimeistari@gmail.com

Kvedja frá Køben,

Jói

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2008 20:33 #11 by Steini
DVD Myndir was created by Steini
Ókeypis eintök af DVD diskum með Íslensku efni liggja á borðinu í astöðunni á Geldinganesi.

Þetta eru tveir diskar,
Ice Cool, Breskur þáttur
Kayak á Íslandi, 4 tímar af íslensku efni.

Endilega takið eintak. <br><br>Post edited by: steini, at: 2008/03/03 15:37
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum