Félagsróður

19 mar 2008 16:04 #1 by ***SAS***
Replied by ***SAS*** on topic Re:Félagsróður
Sælir

Var einhver sem tók myndir í síðasta róðri ? Það væri þá gaman að fá að sjá þær :)

Kveðja
Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2008 19:42 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður
Bongóblíða og 14 sem lögðu af stað í morgun kl. 10. Tvö voru að fara um eittleytið þegar við Gísli,og 3 jaxlar aðrir komum úr Viðeyjarhring. Einhverjir 4 held ég fóru meðfram Geldinganesinu í norður en Tryggvi, Gunni, Ólafía, Hörður og Einar (?) fóru Engeyjarrúnt í glampandi sólskini. Nú eru sólgleraugu að verða eins nauðsynleg vettlingarnir voru í vetur. Það væri gaman að fá nöfn nýju mannanna og á hvernig bátum þeir voru áB)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2008 01:46 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Félagsróður
Frábær róður og góð útivera. Rykinu hefur nú verið skolað af græjunum. Engin ástæða til að safna því aftur.

Ég sótti mér myndir frá myndasmiðunum. Þeir eru vonandi sáttir við það.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2008 14:09 #4 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróður
Mjög fínn róður alveg bullandi vor í lofti eða hug manna,enda alveg komin tími á svona fína róðradaga.
Flottar myndir hjá ykkur strákar og takk fyrir mig.:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2008 04:04 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður
Takk fyrir fínan róður. DVD diskarnir hitt svo sannarlega í mark. Takk fyrir mig.

Þið finnið nokkrar myndir frá því í dag á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_03_08Felagsrodur

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2008 03:41 #6 by ***SAS***
Replied by ***SAS*** on topic Re:Félagsróður
Jæja... þetta var flottur róður. Ég læt hér fylgja slóð á nokkrar myndir sem voru teknar í róðrinum.
Endilega bætið við nöfnum á viðkomandi myndir, eða þið getið eða setið nöfnin hér inná vefinn (eða sendið póst á mig sas_f1@hotmail.com). Þar sem kemur fram nafn á viðkomandi og nafn (númer) myndar. Svo að ég get bætt inn nöfnunum inná þær :)
www.flickr.com/photos/23570635@N07/sets

Kveðja
Stefán Alfreð<br><br>Post edited by: ***SAS***, at: 2008/03/09 11:05

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2008 23:43 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 8 mars 2008
Verður varla betra enn þetta. Þeir sem ekki voru með sólglerauguB) voru eins og blindar hænur þegar róið var á móti sólskininu sem glampaði um allan sjó á leggnum frá Lundey að Geldinganesinu. Grænlendingurinn loggaði 9 km/klst skv Ólafi E sem reri nokkuð lengra en við með allskonar krókum og beygjum. Fýllin sást við Þerney, allavega nokkur stykki og sennilega einn Himbrimi norðan á leiðinni að Lundey eftir kaffistoppið. Lífríkið er allverulega byrjað að taka við sér og gaman að sjá svo marga róa í blíðunni. Orsi tók svo á móti okkur grænleitur af öfund. Fínn róður þar. Sammála þér Gummi að það var gott framtak með diskana og kortið. Takk fyrir það Steini.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 mar 2008 20:27 #8 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 8 mars 2008
Félagsróður 08.03.2008

Fjórtán manns mættu í morgun í einu fallegasta veðri vetrarins eða eigum við að segja vorsins. Stillt og
sólríkt, snjór yfir öllu.

Róið var inn í Kollafjörð og kaffi tekið í \&quot;nasistafjörunni\&quot;. Síðan var tekinn Lundeyjarkrókur og endað á eyðinu vestanmegin.

Sammála Örlygi að það er fínt að fá einn og einn svona dag, laus við endalausa baráttu við hávaðarok og sudda.

Í gámunum voru svo Geisladiskar í boði Steina gott framtak, að auki voru plöstuð kort af Viðey á borðinu.
takk fyrir það hver sem það gerði.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2008 14:09 #9 by Ingi
Félagsróður was created by Ingi
www.belgingur.is/index.php?pg=landshlutar3km&kort=FF
Það lítur bara vel út með veðrið í fyrramálið. Er ekki kominn tími á að dusta rykið af kayakdótinu og mæta. Það þarf ekki að hvetja harðkjarnann, þessa sem hafa mætt í hvaða veðri sem er i vetur, en hinir sem eru alltaf að bíða eftir góðu veðri nú er komið að því.

kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum