Árshátíð

11 mar 2008 15:40 #1 by Garðar WC
Replied by Garðar WC on topic Re:Árshátíð
það er fínt að fá sér bjór eftir kaffið og súkklaðið til að róa sig niður.
en þar sem að það er komið langt yfir 10.000 kallinn að fylla ofurjeppan minn kemur ekki til greina að fara að spanndera honum í ferð í þessa sóðalegu, stjórnlausu, rándýru glæpaborg sem að kallast höfðuborg. Það ætti að svifta hana höfuðborgartitlinum og færa höfuðborgina til Akureyrar. þar er alltaf gott veður og lítið af atvinnu sem að eyðileggur fyrir manni frítímann.

kv Frá suncity B)
Garðar HM

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2008 13:04 #2 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Árshátíð
Splæsa bara á línuna til Køben og halda árshátídina thar(hér).

Jón, er thetta Milka sem thú ert ad innbyrda?

Margur farid flatt á thví.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2008 22:15 #3 by jsa
Árshátíð was created by jsa
Ég veit ekki hvað neytendastofa segir um prísinn á þessari árshátíð. Mér reiknast til að verðhækkunin metin í prósentum frá fyrra ári, reiknað að raunvirði, framreiknað til 2008 sé langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Í fyrra kostaði 0 € á árshátíðina, síðan þá hefur gengi krónunnar snar lækkað og evran rokið upp. Það má leiða líkur að því að árshátíðarverðbólgan innan Kayakklúbbsins nálgist verðbólguna í Zimbabve. Hvað ætlar stjórn Kayakklúbbsins að gera til að koma til móts við félagsmenn sína og sporna við þessari óbeinu hækkun á félagsgjöldum. Það væri réttast að hver og einn borgaði fast hlutfall af launum sínum inn á árshátíðina, ég legg til 0%, og þá dreifist kostnaðurinn á þáttakendur í réttu hlutfalli við bolmagn þeirra.

Einnig ættu þeir sjókayakræðarar sem eignast hafa kvóta að leggja til hlutfall af aflaverðmæti sínu til árshátíðarnefndarinnar, sem nota mætti í verðlaunafé til bakbrotinns limbómeistara.

Jæja, nú er komið nóg af kaffi og súkkulaði í dag fyrir mig.
Góða skemmtun
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum