Hvenig var veturinn?

03 apr 2008 22:36 #1 by Orsi
Hvenig var veturinn? was created by Orsi
Sæl öll. Birti hér til gamans stutta áfangaskýrslu um félagsróðra veturinn 2007-08.

-Samkvæmt fyrirliggjandi róðrarskýrslum komu 70 manns í róður á vetrarvertíð fyrir áramót. Hvasst var á sjónum í 10 skipti af 12 (83%). Þátttakendur voru frá 3 upp í 8 í hvert skipti. (vantar upplýs. um 2 skipti). En þó var þraukað. Semsagt um 6 manns að meðaltali í hverjum róðri.

-Eftir áramótin lagaðist veðrið töluvert og nú þegar hafa 116 manns komið í róður. Þátttakan fór fimm sinnum yfir 10 manns, sem er stór framför frá því fyrir áramót. Fólk hefur upplifað 5 hvassa róðrardaga af 13.

Semsagt; rokverðbólgan hjaðnaði úr 83% í 38% og um leið jókst þátttakan úr 5,8 manns í 8,9 að meðaltali.

Þá voru skipulagðir 3 næturróðrar í vetur með um 20 manns innanborðs.

Enn eru þrír róðrar eftir fram að sumardeginum fyrsta. Fróðlegt verður að sjá breytingar á helstu kayakhagtölum fram að þeim tíma. Ö<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2008/04/03 18:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum