Hvaða ferðir eru á dagskrá ?

08 apr 2008 05:09 #1 by palli
Blessaður Gísli

Ferðanefndin er búin að plana fundi nú á allra næstu dögum til að setja saman ferðadagskrá sumarsins. Eins og þú bendir á eru klárar dagsetningar á Reykjanesi nú um Hvítasunnuna og fyrir austan á Norðfirði 6. - 8. júní. Það er von á fullt af fínum ferðum í viðbót ef ég þekki Reyni Tómas og félaga í ferðanefnd rétt. Ferðadagskráin ætti að birtast á vefnum núna um miðjan apríl ef allt gengur eftir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2008 03:46 #2 by Gíslihf
Sælir félagar.
Mér gengur illa að finna sumardagskrána með lengri og styttri ferðum. Ég sé að á dagskrá eru dagar í Reykjanesi um hvítasunnu en þá verð ég í Dubrovnik og Eiríkur Rauði líklega í byrjun júní fyrir austan en þá er tengdasonur líkega að útskrfast úr HÍ.
Ég vona að framboðið verði fjölbreyttara, annars verð ég að fara að gera eigin ferðaplön og fá einhverja með því að sumarið nálgast með hraða háhyrningsins sem rennir fram hjá okkur rétt á meðan við förum eina veltu.
Kveðja
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum