Kynning á sjókayak á Miðbakka á sjómannadaginn

01 jún 2008 21:28 #1 by Anna Lára
Þessi kynning á Miðbakka gekk mjög vel þrátt fyrir stuttan aðdraganda... Við vorum tvö ég og Svenni úr Sportbúðinni sem stóðum vaktina og kynntum Kayakklúbbinn og fullt af áhugasömu fólki kom við og fékk kayakklúbbsblað og fullt af upplýsingum... Svenni og Sportbúðin stóðu vel við bakið á okkur um helgina með því að lána dót og koma og standa vaktina.

Ég er búin að lofa fullt af fólki góðum viðtökum frá klúbbnum og vona að við getum tekið vel á móti nýju fólki sem vill kynna sér sportið okkar...

Ég heyrði frá Kalla sem fór í Hvítá í dag með nýliða að mest allt klúbbdótið væri týnt eða bilað. Er einhver sem getur sagt okkur hvar fína klúbbdótið er svo við getum leyft nýliðum að róa eina og eina ferð með okkur?

Kær kveðja Anna Lára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2008 21:16 #2 by Anna Lára
Sælir félagar

Kayakklúbburinn er með kynningarbás í stóra tjaldinu á Miðbakka á morgun endilega kíkið við og ef þið getið tekið þátt væri það frábært. Tjaldið er opið frá 13-16.

Allir að vera með sem geta

kær kveðja Anna Lára

ps ef einhverjar spurningar vakna má hringja í mig í síma 6910827

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum