Nigel Foster þriðjudaginn 10 Júní

13 jún 2008 13:26 #1 by Anna Lára
Þetta var mjög flott námskeið og ótrúlegt hvað góð róðratækni hefur mikið að segja, nú er bara að æfa sig. Ég hefði ekki viljað missa af því að hitta svona frábært fólk og reynslubolta og fá að læra af þeim. Ég held að það sé ekki spurning um að maður eigi að eignast videó frá þeim til að geta æft áfram það sem var kennt á námskeiðinu því það er á mörkunum að maður muni allt. Það er víst hægt að kaupa það online á heimasíðunni hans Nigel, sería númer 3, (www.nigelkayaks.com/), hann var ekki viss um að það væri til í Sportbúðinni, en það má byrja á að kíkja þar við...
Þetta er reyndar virkilega töff heimasíða.

Nú ætla ég að varpa aftur fram spurningunni frá Jóni Skírni og einnig Nigels... Af hverju hafa Íslendingar ekki róið hringinn?

Væri ekki hægt að skipuleggja að taka það í pörtum kannski einn fjórðung í einu... núna er ég ekki kunnug svona ferðum þannig að ég veit ekki hvað ég er að tala um... Hvað segja ræðarar um slíkt?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2008 01:57 #2 by Gíslihf
Ég var einn af 14 þátttakendum með Nigel og Kristin-u konu hans í gær. Dagurinn var frábær, frá kl. 10 þar til að verða kl. 18. Ég lærði margt nýtt, annað betur en áður og eitthvað var það sem ég reyndi en vissi ekki vel hvað ég var að gera. Það verður skemmtilegt að æfa sig á þessum árabrögðum í sumar.
Nigel er listamaður í stjórnun báts og árar. Það sem mér finnst standa upp úr er hvað hann gerir flestar hreyfingar áreynslulaust og hann útskýrir eðlisfræðina á bak við hegðun kayaks. Hér mætti segja að allt vill lagið hafa, betra er vit en strit og hreyfing rétt verður létt.
Það var heldur ekki leiðinlegt að heyra eina góða ísbjarnarsögu þeirra hjóna sem var svo vel sögð að kuldahrollur fór um okkur þar sem við lágum í steik í sólinni í verksmiðjutóttum á austurenda Viðeyjar.
Loks var frábært að vera með Steina \"formanni\" og Nigel saman en Steini er sá sem er frumkvöðull að Kayaksporti nútímans hér á landi og Niegel líklega sá sem kveikti í honum með hringferðinni 1977.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2008 14:37 #3 by Ingi
Ég var svo heppinn að komast á námskeiðið fyrir austan. Það er ekkert ofsagt að maðurinn er frábær kennari og snillingur á öllum sviðum þessa sports. Hrein opinberun fyrir venjulegt fólk. Mikill fengur að fá þau til landsins. Þeir eiga þakkir skilið sem stóðu fyrir því. Þetta er heimsklassa námskeið.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2008 15:20 #4 by Svenni
En eru örfá pláss laus á námskeið með Nigel á þriðjudaginn.
vinsamlega hafið samband við Svenna eða Tomma í Síma 517-8050.

Námskeiðið hefst kl. 10.00 og er námskeiðsgjald 10.000kr

KVeðja
Svenni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum