Marcus Demuth Hringfari

19 jún 2008 15:33 #1 by Ari Ben
Af Vísi.is:
Hættur við hringferð á kajak

Marcus Demuth. Bandaríski kajakræðarinn Marcus Demuth hafði samband við Landhelgisgæsluna í gær og tilkynnti henni að hann væri hættur við hringferð sína um landið.

Var Marcus staddur í Stykkishólmi er þetta gerðist. Að sögn Landhelgisgæslunnar hefur Marcus lent í ýmsum hrakningum á leið sinni hringinn um landið og hættir af þeim sökum. Marcus hafði áður afrekað það að róa hringinn í kringum Írland á kajak sínum en þar munu aðstæður víst ekki eins erfiðar og hér við land.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2008 01:52 #2 by Ingi
Fundinn. www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/11...aedarinn_fundinn/sem betur fer á lífi . Ætti kannski að fá sér almennilega talstöð.
kv,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2008 19:02 #3 by SAS
Endurtekið efni frá því í fyrra, vonandi er í lagi með hann. mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/11/ottast_um_kajakraedara/

Það er rétt að skoða vel kaup á www.haf.is/index.php?option=com_content&...;id=26&Itemid=37 þegar menn fara í löng ferðalög um óbyggðir.

Tækið er tiltölulega ódýrt, en greiða þarf ársgjald.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2008 18:22 #4 by Gíslihf
Sæll Jón Skírnir.
Já ég var einmitt að hugsa það sama.
Ég ætti hugsanlega kost á því að setja tvö met í svona hringferð, að verða sá elsti - að verða á lengstum tíma og í þriðja lagi í hópi fyrstu Íslendinganna!
Þegar ég var hjá NDK í Wales haustið 2006 var þar ævintýramaður að nafni Alon Ohad frá Ísrael með okkur á vistinni. Hann var að hvíla sig eftir hringferð um Írland sem hann fór einn. Hann er massaður, meðalmaður á hæð, finnur nokkuð til sín og er einbeittur og nennti ekki að tala við mig byrjandann, fyrr en við kynntumst betur. Nú er hann að leggja í ferð umhverfis Sptisbergen eftir nokkra daga. Hann mun hafa komið í dag ásamt félaga til Logyearbæjar og þeir eru að gera sig klára. Sjá slóðina:
www.ohad.info/svalbard/
Mesta hættan er hugsanlega ísbirnir bæði á sjó og landi.
Kveðja, Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2008 00:48 #5 by jsa
Nú verð ég bara að spyrja eins og auli: Er langt í það að Íslendingur rói hringinn, eða er kannski einhver búinn að því?
kv
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2008 21:58 #6 by GUMMIB
Sæl

Marcus lagði í hann kl. 16:50 þann 07.06.2008 vestanmegin af eiðinu í Geldinganesi. Við hittum hann
nokkrir í morgun og spjölluðum við hann og aðstoðuðum við að gera bát og búnað klárt.

Veit ekki hvað hann fer langt á fyrsta legg, tók stefnuna á Akranes og ætlaði að sjá til hvernig þetta þróaðist. Nokkuð hvasst var þegar hann lagði af stað en vindur á að ganga niður fram á morgundaginn.

Þetta virðist vera öflugur maður sem veit hvað hann er að gera og ætlar að njóta ferðarinnar.

Óska honum góðrar ferðar.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2008 17:09 #7 by Steini Ckayak
Sælir félagar

Hann Marcus Demuth frá New York ætlar að reyna við hringinn sóló í sumar og hann kemur til með að leggja af stað frá klúbbaðstöðunni í geldinganesinu upp úr hádegi á laugardag.
held jafnvel að hann ætli að tjalda á eiðinu eða leggja sig í aðstöðunni en Palli formaður veit kannski meira um það.
Honum þætti örugglega vænt um að hitta einhverja ræðara og mynda smá sambönd áður en hann leggur í hann.

Kv steini

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum