Jónsmessuróður

26 jún 2008 04:01 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:Jónsmessuróður
Þetta var alger snilld. Þeir gerast ekki betri Jónsmessuróðrarnir. Aðstaða og framkvæmd til fyrirmyndar eins og venjulega hjá Pétri. Grillið, bálið og sólarlagið mjög vel útfært í Hvammsvík þetta árið eins og sést á myndum.

Takk fyrir mig og mína,

Palli Gests

myndapakki á picasaweb.google.com/kayakklubbur/20080623_Hvammsvik

<br><br>Post edited by: palli, at: 2008/06/26 00:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 00:48 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Jónsmessuróður
Bátunum fjölgar með hverjum róðrinum. Nokkrar myndir á slóðinni picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_06_...messurodurIHvammsvik

Takk yfir okkur
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2008 20:28 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Jónsmessuróður
Nokkrar myndir hér: picasaweb.google.com/IngiSig/StarredPhotos
af þessum velheppnaða gjörning Péturs í Hvammsvík.
Kveðja, Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2008 18:16 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Jónsmessuróður
Á fjórða tug kayakræðara mætti til leiks á Jónsmessugleðinni hjá Hvammsvíkurjarlinum- feiknagóður miðnæturróður í miðnætursólinni og lognkyrrðinni .
Róið með ströndinni í Hvítanes og komið til baka í Hvammsvíkina um tvöleytið um \&quot;nóttina\&quot;
Velheppnuð Jónsmessa og þakkir til Péturs í Hvammsvík

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2008 04:22 #5 by palli
Replied by palli on topic Re:Jónsmessuróður
Jónsmessuróðurinn verður venju samkvæmt í kvöld, mánudagskvöld. Mæting hjá Pétri í Hvammsvík um kvöldmatarleytið og grillað í blíðunni og róið inn í Jónsmessunóttina í framhaldinu. Veðurspáin er sallafín og allir hvattir til að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jún 2008 03:02 #6 by Hilmar E
Jónsmessuróður was created by Hilmar E
Sællt veri fólkið

Er hægt að nálgast nánari upplýsingar um jónsmessu róðurinn hérna eða er bara að hringja í Hvammsvík?

kveðja
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum